Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 7

Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 7
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 7 nálægt bænum. Leggja þyrfti vegi, stofna vagnafélög og planta skógi. Margir áratugir liðu þó áður en hugmyndin um skógi vaxið útivistarsvæði í nágrenni Reykjavíkur varð að veruleika. Brautryðjendur við Rauðavatn Fyrstu skipulegu tilraunir til að rækta skóg í nágrenni Reykjavíkur voru líklega við Rauðavatn, árið 1902. Þar var að verki danskur skógfræðingur, Christian Flensborg, í samstarfi við nokkra innlenda menn. Flensborg hafði komið hingað til lands á vegum tveggja landa sinna: Carl Ryder skipstjóra í Íslandssiglingum og Carl Prytz, prófessors í skógrækt.iii Christian Flensborg sinnti skógræktar- starfi fyrir norðan land og austan. Á suð- vesturhorninu fann hann snotran stað fyrir skógrækt við Rauðavatn, sem hann taldi tilvalinn fyrir lystigarð í framtíðinni. Þetta væri stutt frá höfuðborginni, við lítið vatn og með fagurt útsýni yfir Rauðhóla. framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, árið 1956.ii Þar sem nú er íbúðarhúsnæði, útivistarsvæði, íþróttahús og sundlaugar, voru í upphafi aldarinnar einkum sveitabæir, ræktarlönd, beitarlönd og melar. Garðar og gróðurreitir voru til en flestir lokaðir almenningi. Víkurgarður, sem einnig er þekktur sem Fógetagarður og er á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis, varð til að mynda ekki almenningsgarður fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld. Og Alþingisgarðurinn var framan af lokaður almenningi nema í nokkra klukkutíma á sunnudögum og þá undir eftirliti.3 Það er því ekki að undra að sumir bæjarbúar hafi látið sig dreyma um einhvers konar friðland eða lystigarð í nágrenni höfuðstaðarins. Páll Líndal hefur rakið fyrstu hugmyndir um útivistarsvæði og skógrækt í nágrenni Reykjavíkur aftur til ársins 1870.19 Þá ræddi Sigurður Guðmundsson málari nauðsyn þess að búa í haginn svo Reykvík- ingar gætu stundað útivist í góðu umhverfi, Gestir á Vígsluflöt í Heiðmörk, 25. júní 1950. Mynd: Ljósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.