Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 9

Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 9
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 9 saman um nær 18% á árunum 1915 til 1918. Verslun og siglingar voru takmark- aðar, óðaverðbólga og skortur á mörgum innfluttum matvörum og vörum sem voru nauðsynlegar fyrir sjávarútveg. Þessu fylgdi haglægð á Íslandi sem varði í mörg ár og kann að skýra ládeyðuna í starfi félagsins og skógræktartilraunum almennt. Eftir sem áður virðist talsverður áhugi hafa verið fyrir einhvers konar útivistar- svæði eða friðlandi nærri höfuðstaðnum. Í blöðum var kvartað yfir hirðuleysinu við Rauðavatn. Og þegar leið á þriðja áratuginn gerði Morgunblaðið tilraun með sunnudags- bílferð út fyrir bæinn. Í byrjun ágúst 1925 var haldið upp að Baldurshaga, litlu býli þar sem rekin var greiðasala. Baldurshagi stóð við Rauðavatn, þar sem nú er bensínstöð Olís. Ferðast var á vörubílum með bekkjum, þrjár ferðir upp eftir og þrjár til baka yfir daginn. Það var hins vegar ekki hlaupið að því að fá leyfi landeigenda.25 Emil Rokstad, sem átti Elliðavatn, bannaði umferð um landareign sína nema gegn gjaldi og Björn bóndi í Grafarholti fann ferðafólki flest til foráttu. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að jörð sín væri þegar nógu sárt leikin síðustu ár af átroðningi útreiðafólks og ferðamönnum. Borgarfólkið fer út úr borginni „til að komast á gras“ litla stund. Það veltir sjer í brekkunum, skilur þar eftir flöskubrot, dósarusl, brjefadrasl og ýmsan óþverra, - - börn (og sumir fullorðnir) rífa lyng og víðir, tína berin, og stundum er kveikt upp undir katlinum við lyng og víðirkvisti. Umgangurinn einn kippir úr vexti grassins og bælir það, alt til hnekkis lífsbjargræði og atvinnu sveitamannsins, sem fyrir átroðn- ingi verður. (…) Reykjavíkurbær verður að sjá fólki sínu fyrir sunnudaga-dvalarstað utan bæjar, svo það eigi freistist til að gera einstökum mönnum átroðning og skaða og þar með baka sjálfu sjer óþokka og vansæmd.vi Eitt afdrep áttu Reykvíkingar þó í þessum sunnudagsbíltúr sínum, árið 1925: Rauðavatnsstöðina. Svæðið virðist þá að mynda lesa þessa auglýsingu, árið 1909: „Í græðireitinum við Rauðavatn (Baldurshaga) eru nú í haust og að vori til sölu stórar plöntur af Lerkitrjám, Reyniviðum, sænskum Reyniviðum og Axelberreyniviðum, allar vel til fallnar til útplöntunar í görðum.“iv Sumarið 1906 höfðu Flensborg og íslenskir verkamenn gróðursett um 17.000 plöntur. Auk þess voru ýmsar trjátegundir að vaxa upp í græðireit á svæðinu. Flensborg lét af störfum á Íslandi í lok sumars og sinnti í nokkur ár svipuðu starfi í Færeyjum. Arftaki hans, A. F. Kofoed-Hansen, var heldur gagnrýninn á árangurinn við Rauðavatn. Flestar trjátegundir þar frysu niður ár hvert - aðeins fjallafuran lofaði góðu. Leggja ætti meiri áherslu á innlendar tegundir - birki og reynivið.1 Nokkuð dró nú úr starfinu í Rauða- vatnsstöðinni, eins og svæðið var kallað og eftir 1914 lagðist það nær alveg niður, þótt girðingunni væri áfram haldið við að einhverju leyti. En jafnvel það var ekki nógu vel gert, líkt og Eggert á Hólmi bendir á undir fyrirsögninni „Leiðinlegt“ í Morgunblaðinu árið 1919: Víst er leiðinlegt að sjá það í blöðunum, að skógargirðingin við Rauðavatn skuli vera orðin svo ónýt og úr sér gengin, að fé og geitur renni þar út og inn eftir vild. Þó er það leiðinlegra, að mörg þúsund trjáplöntum, sem þar voru gróðursettar, skuli allar vera í afturför og með sýnilegum dauðamörkum, ekki vegna kinda og geita, heldur af því, að þær lifa ekki í þeim jarðvegi né þola loftslagið. Og þó er það leiðinlegast, að með tilraununum við Rauðavatn, er kveðinn upp dauðadómur yfir vexti og viðgangi útlendra trjáplantna á bersvæði sunnanlands.v Starfsemi Skógræktarfélags Reykjavíkur virðist hafa lagst í dvala um það bil sem fyrri heimsstyrjöldin hófst. Stríðinu fylgdi djúp efnahagskreppa á Íslandi - sú versta á tuttugustu öldinni.11 Landsframleiðsla dróst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.