Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 11

Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 11
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 11 Þetta eru þau merkilegustu fyrirbrigði, er orðið hafa í íslenskri trjárækt. (…) Það er eigi vansalaust hvernig hefir verið farið með trjáræktarstöðina við Rauðavatn, rétt við þjóðveginn. Hún hefði getað orðið til að mynda trú á möguleikum til tjáræktar, en starfsræksla hennar hefur verið þannig, að hún hefir veikt trúna. En trjáleifarnar sjálfar benda í öfuga átt. Nú verður að hefjast handa.ix Þremur árum síðar sagði Hákon Bjarnason, síðar skógræktarstjóri, frá því að fjalla- fururnar yxu nú um 10-29 sentimetra á ári.12 Hann hvatti fólk jafnframt til að ganga vel um Rauðavatnsstöðina, fara varlega með eld og vera ekki að rífa upp bestu plönturnar til að hafa með sér heim í garða sína. Hákon var einnig fyrstur til að setja fram á prenti tillögur um að friða landið þar sem Heiðmörk er nú. Hann hafði farið með Einari G. E. Sæmundsen í ferð á hestum upp fyrir Elliðavatn til að kynna sér kjarrleifar þar og sagði frá ferðinni í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1936: Þarna er töluvert af kjarri, en ekki er það mjög hávaxið. Sumstaðar var það þó mannhæð og mjög þétt. Að því er séð verður, hefur skógurinn tekið allmiklum framförum á síðustu árum, og mun það aðallega því að þakka, að fjárbeit hefur mikið lagst niður á næstu bæjum. Kjarrið er mjög að breiðast út um hraunið, sem liggur fyrir austan brekkurnar, og er aðeins tímaspurning hvenær það verður mestallt skógi vaxið. (…..) Dag þann, er ég var þarna, var skógurinn nýsprunginn út, ljósgrænn á lit, en sólin hellti ylgeislum vorsins yfir landið. Var einkennilega fagurt um að litast þarna efra.x Friðland í Heiðmörk Skógræktarfélag Íslands, sem hafði verið stofnað 1930, sendi bæjarstjórn Reykja- víkur erindi árið 1938 og óskaði eftir því að skógarleifarnar við Elliðavatn yrðu friðaðar. Erindinu var tekið vel án þess þó að nokkuð gerðist. Þremur árum síðar, í miðri seinni heimsstyrjöldinni, lét félagið prenta bækling þó upplýsandi að rifja upp þá svartsýni sem ríkti hér á landi gagnvart skógrækt og birtist til að mynda í ritstjórnargrein Morgunblaðsins 8. júlí 1919. Hugmyndin um að gera Austurvöll að malbikuðu torgi, fallegu, hreinu og hagkvæmu, ryður sé æ meir til rúms. Síðan ritað var um það fyrst í Mbl. um daginn hafa margir bæjarmenn látið í ljós sömu skoðun við oss. Allir eru þeir sammála um það, að þarna, í hjarta bæjarins, geti aldrei orðið skrautgarður, svo í nokkru lagi sé, og að þarna eigi einmitt að vera torg, svo sem tíðkast í öllum borgum erlendis. Vér höfum margoft bent á það, að það er fengin full reynsla fyrir því, að tré þroskast eigi vel hér á Suðurlandi. Nægir í þessu sambandi að benda á þær tilraunir, sem skógræktarstjóri hefur gert, og Gróðrar- stöðina við Laufásveg. (…) Tré geta ekki vaxið hér svo þau verði til nokkurrar verulegrar prýði í skrautgarði.viii Ekki bætti úr skák að sú trjátegund sem var mest áberandi við Rauðavatn, var harla lágvaxin og seinsprottin. Hægur vöxtur fjallafuranna við Rauðavatn var um árabil talinn til merkis um að ekki væri hægt að rækta skóg á Íslandi og Rauðavatnsstöðin stundum kölluð raunareitur skógræktar- innar.16 Þessi almenna bölsýni gagnvart skógrækt skýrir ef til vill þá gleði sem birtist í aðsendri grein S. Sigurðssonar í Vísi, 1929. Líklega var þarna á ferð Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri. Hann lýsti vanrækslu þeirri sem verið hafði gagnvart Rauðavatnsstöðinni. Eftir ágætis byrjun hafi verið hætt og girðingunni ekki einu sinni haldið við, „svo að sauðfé og annað búfé gengur þar nú lausum hala.“ Trén hafi hins vegar spjarað sig, og það þótt aðbúnaður þeirra hafi verið slæmur - „gróðursett í óræktar- og næringarsnautt holt.“ En eftir erfitt upphaf og hægan vöxt, og mikinn plöntudauða, skrifaði S. Sigurðsson að plönturnar hafi samt að síðustu lagað sig að aðstæðum og byrjað að vaxa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.