Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202012
og girðingarefnið því keypt smám saman.
Lýðveldisárið 1944 var bæjaryfirvöldum
svo afhent girðingarefnið. Friðun svæðisins
tafðist þó enn í ein þrjú ár - til 1947.
Eftir það var svæðið girt og var girðingin
upphaflega um átján kílómetra löng. Síðan
var svæðið smalað og hliðum lokað, í
desember 1948.19
Friðlendið var þá illa farið, líkt og
gróðurlendi víðar á Íslandi. Þótt fyrr á
öldum hafi verið þar mikill birkiskógur,
hafði hann verið höggvinn til kolagerðar
auk þess sem búfé, einkum kindum, hafði
verið beitt á skóginn. Þó voru þarna einu
skógarleifarnar sem eitthvað kvað að í
nágrenni höfuðborgarinnar.
Árin áður en Heiðmörk var friðuð,
höfðu sauðfjáreigendur leigt hluta Elliða-
vatnsjarðarinnar, og ríflega þrjú hundruð
fjár lifað á útigangi í Elliðavatnsheiðinni
og hraununum suður af því. „Enda er nú
svo komið,“ segir í bæklingi Skógræktar-
félagsins árið 1941, „að Elliðavatnsheiðin
stórskemmist af uppblæstri á hverju ári.
með titlinum Friðland Reykvíkinga ofan
Elliðavatns. Þar var birt bréf félagsins til
bæjarstjórnar og ávarp til Reykvíkinga
um þetta mikilvæga mál – friðland- og
skemmtistað, bæjarbúum til andlegrar og
líkamlegrar hressingar. Um svipað leyti
gekkst félagið fyrir kvöldvöku í Ríkis-
útvarpinu þar sem fjallað var um hug-
myndina um stofnun friðlands við Elliða-
vatn. Meðal þeirra sem héldu erindi var
Sigurður Nordal prófessor. Í erindi sínu
lagði hann til nafn á hinu væntanlega
friðlandi: Heiðmörk - hið bjarta skóglendi.
Nafnið hlaut strax almennt samþykki og
þótti svo gott að það var þrykkt með rauðu
bleki efst á forsíðu bæklinganna, sem þegar
höfðu verið prentaðir, áður en þeim var
dreift til almennings á sumardaginn fyrsta
1941.19
Til að ýta á eftir málinu var gengist fyrir
fjársöfnun meðal bæjarbúa til að kaupa
mætti girðingarefni, girða svæðið af fyrir
búfé og hefjast handa við skógræktina.
Í miðri styrjöldinni var erfitt um aðföng
Einn af fyrstu landnemahópunum sem fóstruðu landskika í Heiðmörk. Mynd: Ljósmyndari ókunnur