Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 18
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202018
kvæmunum. Einnig reyndist furulúsin
draga marktækt úr vexti smitaðra einstak-
linga og sækja meira í hraðvaxta einstak-
linga en hægvaxta.
Inngangur
Fyrstu skógarfuruplönturnar sem gróður-
settar voru hér á landi voru ræktaðar upp
af fræi í gróðrarstöðinni á Hallormsstað
árið 1903 og gróðursettar í Hallorms-
staðaskóg nokkrum árum seinna.10 Frá
lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og
fram undir 1960 voru á milli 2-3 milljónir
skógarfuruplantna gróðursettar víðs vegar
um landið.11,12 Skógarfura er afar útbreidd
tegund, en megnið af skógarfuru sem hér
var gróðursett fram á sjöunda áratuginn
var frá fremur afmörkuðu svæði í Norður-
Noregi, aðallega Troms- (63,3%) og
Nordlandsfylki (30,4%), en 6,3% voru
af öðrum uppruna.9 Fram yfir 1950 var
skógarfura oft flutt til landsins sem lifandi
plöntur, en með uppbyggingu á gróðrar-
stöðvum í landinu lagðist innflutningur á
lifandi plöntum af og innflutningur á fræi
tók við.
Furulús barst líklega hingað til lands
með plöntum frá Noregi sem fluttar voru
til Hallormsstaðar árið 1937,20 en þar
fer fyrst að bera á lúsinni upp úr 1940.1
Dow V. Baxter, prófessor í trjásjúk-
dómum, sem ferðaðist um Ísland árið
1954, greindi frá miklum skemmdum á
skógarfuru af völdum furulúsar víðs vegar
um landið.3 Upp úr 1960 er síðan gróður-
setningu á skógarfuru hætt vegna mikilla
affalla.11 Vorið 1993 var gerð úttekt á
ástandi eftirlifandi skógarfuru í landinu.
Niðurstaðan var sú að hlutfall lifandi trjáa
lægi á bilinu 5-60%, að meðaltali um 25%.
Flest eftirlifandi tré voru í slöku ástandi og
mjög fáir hraustir og lúslausir einstaklingar
fundust.9
Upprunaleg heimkynni furulúsar eru í
Evrópu. Þaðan hefur hún dreifst víða um
heim, meðal annars til Eyjaálfu, Afríku
og Ameríku. Furulús tekur til sín næringu
gerði fyrstu úttektina á tilrauninni sem
BS-lokaverkefni í skógfræði við Land-
búnaðarháskólann árið 2007. Fyrir nokkru
fór að bera á furulús í einni af tilraununum
á Austurlandi og María Daníelsdóttir
Vest, annar nemi í skógfræði, tók þá út
furulúsarsmitið í þeirri tilraun sem BS-
lokaverkefni sitt árið 2018. Niðurstöður
þessara og fleiri úttekta voru teknar saman
í grein sem birt var í alþjóðlegu vísindariti,
Agricultural and Forest Entomology. Hér
birtast helstu niðurstöður þeirrar greinar
(með leyfi), enda telja höfundar að þær
eigi ekki síður erindi við skógræktaráhuga-
menn á Íslandi. Þeim sem hafa áhuga á
að lesa greinina alla á ensku skal bent á
slóðina: https://onlinelibrary.wiley.com/doi/
abs/10.1111/afe.12369.
Útdráttur
Skógarfura var fyrst gróðursett á Íslandi
í byrjun síðustu aldar en ekki að neinu
marki fyrr en á sjötta áratugnum. Alls
voru gróðursettar 2-3 milljónir plantna,
en yfirgnæfandi meirihluti þeirra var
upprunninn í Norður-Noregi.
Töluvert var um innflutning skógarfuru-
plantna og með þeim mun furulús sennilega
hafa borist til landsins árið 1937. Hún
breiddist hratt út á sjötta áratugnum og
jafnframt urðu þá mikil afföll í skógarfuru-
gróðursetningum um allt land. Gróðursetn-
ingu skógarfuru var því nær alfarið hætt í
byrjun sjöunda áratugarins.
Þessi rannsókn sýndi að íslensk skógarfuru-
kvæmi voru mun minna smituð af furulús en
erlend kvæmi í tilrauninni í Mjóanesi. Þetta
bendir sterklega til þess að furulúsar-
faraldrarnir sem geisuðu á sjötta áratugnum
hafi leitt til náttúrulegs úrvals og að það
sé ástæða þess að afkomendur þeirra
trjáa sem lifðu faraldurinn af séu minna
móttækilegir fyrir furulús en sá efniviður
sem hér var upphaflega gróðursettur.
Aðrar helstu niðurstöður þessarar
rannsóknar voru þær að enginn marktækur
munur fannst á furulúsarsmiti á erlendu