Skógræktarritið - 15.10.2020, Qupperneq 24
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202024
varð fyrst vart við smit, en aðeins í 2,6% af
trjánum (36 tré af 1.332 trjám). Öll smituð
tré voru af erlendum uppruna; 12 tré voru
alvarlega smituð og 24 lítið smituð. Ekki
var hægt að sjá neitt mynstur í lúsasmiti á
milli kvæma á þeim tíma. Í úttektinni 2017
voru 84% trjánna orðin smituð og einungis
203 tré voru lúslaus. Flest tré voru í flokki
1 (lítið smit, 61% trjáa), 22% höfðu
alvarlegt smit (3 flokkur) og aðeins 1%
af öllum trjánum var með mjög alvarlegt
smit (4 flokkur). Flest (64%) af trjám sem
voru lúslaus voru af íslenskum uppruna.
Hjá kvæmum frá Rússlandi og Austurríki
voru engin tré lúslaus og einungis 1%,
8% og 12% af finnsku, norsku og skosku
kvæmunum.
Það var hámarktækur munur á lúsasmiti
íslenskra og erlendra kvæma, en ekki á
milli erlendu kvæmanna innbyrðis (6.
mynd). Þau fjögur kvæmi frá Noregi
sem voru upprunnin af sömu slóðum og
íslensku kvæmin voru marktækt meira
smituð en Íslendingarnir. Ekki reyndist
vera neitt samhengi á milli norður-suður
dreifingar erlendra kvæma og lúsasmits.
Enginn munur reyndist vera á lúsasmiti
kvæma frá Norður-Noregi (Strand, Beiarn,
Kvæmi upprunnin norðar en íslensku
kvæmin höfðu næst bestu lifunina en
kvæmi sunnan við 63°N höfðu lökustu
lifunina.
Hæðarvöxtur
Vorið 2017 var meðalhæð lakasta kvæmisins
1,03 metrar (Vaglir) og besta kvæmisins
1,71 metrar (Harstad) (gögn ekki sýnd).
Í annarri og þriðju úttekt á tilrauninni
(vorin 2011 og 2017) var meðal árlegur
hæðarvöxtur allra kvæmanna 5,3 senti-
metrar og 9,3 sentimetrar og var hámark-
tækur munur á milli kvæma. Á 5. mynd
er sýndur meðal árlegur hæðarvöxtur
árið 2017 og ólíkt lifun þá var ekki eins
skýr munur á milli landa og var mikill
breytileiki hjá kvæmum frá sama landi.
Við tölfræðigreiningu kom ekki fram neinn
munur á milli upprunastaða eða þegar
kvæmunum var skipt upp í hópa út frá
breiddargráðum (<63°N, 63-66°N, >66°N;
1. tafla).
Smit
Í fyrstu tveimur úttektunum, árin 2006
og 2009, varð ekki vart við furulúsarsmit
í tilrauninni í Mjóanesi. Í úttektinni 2011
6. mynd. Meðal lúsasmit mismunandi kvæma og staðalfrávik af meðaltalinu fyrir mismunandi kvæmi, raðað eftir
meðal lúsasmiti árið 2017. Litirnir sýna uppruna kvæma: Gult = Austurríki, ljósblátt = Skotland, dökkblátt =
Finnland, ljósgrátt = Rússland, grænt = Noregur, rautt = Ísland.