Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 40
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202040
að berjast gegn henni á svæðum þar sem hún
er vandamál. Líklega verður það ekki bara
ertuygla sem mun valda auknum skaða í
skógrækt á Íslandi í framtíðinni en rannsóknir
hafa nú þegar sýnt að helsta ástæða landnáms
nýrra meindýra á trjám og runnum hérlendis
er hlýnun.6 Rannsóknir hafa einnig sýnt
að kvæmi sömu tegundar geta verið mis
móttækileg og viðkvæm fyrir skaðvöldum.4
Því er mikilvægt að auka rannsóknir á því
hvaða efniviður reynist best gegn meindýrum
á trjám á Íslandi til þessa að vita hvað
æskilegt sé að notast við í framtíðinni.
Þakkir
Bjarna D. Sigurðssyni er þakkað kærlega
fyrir mikilvæga aðstoð við þetta verkefni,
ekki síst fyrir ráðgjöf við tölfræðilega
úrvinnslu. Verkefnið var einnig styrkt af
minningarsjóði Hjálmars R. Bárðarsonar
og Else S. Bárðarson og Vísindasjóði
Suðurlands og þakka höfundar kærlega
fyrir veittan stuðning.
Heimildir
1. Bjarni Diðrik Sigurðsson, Guðmundur Halldórsson og Lárus
Heiðarsson. 2003. Ertuygla. „Nýr” vágestur í skógrækt í nánd við
lúpínubreiður. Skógræktarritið 2003 (1): 87-92.
2. Brynja Hrafnkelsdóttir og Edda Oddsdóttir. 2010. Ertuygla. Ársrit
Skógræktar ríkisins 2009: 18-19.
3. Erling Ólafsson og Hálfdán Björnsson. 1997. Fiðrildi á Íslandi
1995. Náttúrufræðistofnun Íslands Reykjavík. 135 bls.
4. Heidarsson, L., Sigurdsson, B.D., Davidsson, B.O., Hrafnkelsdottir, B.,
Sigurgeirsson, A., Skulason, B., Danielsdottir Vest, M. og Halldorsson,
G. 2020. The effect of the pine woolly aphid (Pineus pini) on survival,
growth and natural selection in Scots pine (Pinus sylvestris) in Iceland.
Agricultural and Forest Entomology, 22: 146-156.
5. Halldór Björnsson, Bjarni D. Sigurdsson, Brynhildur Davíðsdóttir,
Jón Ólafsson, Ólafur S. Ástþórsson, Snjólaug Ólafsdóttir, Trausti
Baldursson og Trausti Jónsson. 2018. Hnattrænar loftslags-
breytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Skýrsla vísindanefndar um
loftslagsbreytingar. Veðurstofa Íslands, Reykjavík. 238 bls.
6. Halldórsson, G., Sigurdsson, B.D., Hrafnkelsdóttir, B., Oddsdóttir,
E., Eggertsson, Ó. & Ólafsson, E. 2013. New arthropod herbivores
on trees and shrubs in Iceland and changes in pest dynamics: A
review. Icelandic Agricultural Sciences (26): 69-84.
7. Hrafnkelsdottir, B., Sigurdsson, B.D., Oddsdóttir, E., Sverrisson,
H. & Halldórsson, G. 2019. Winter survival of Ceramica pisi
(Lepidoptera: Noctuidae) in Iceland. Agricultural and Forest
Entomology (21): 219-226.
8. Michael, G. P. 2002. A world revision of the genus Spodoptera
Guenée: (Lepidoptera: Noctuidae). Memoirs of the American
Entomological Society: 1-200.
9. Wolff, N.L. 1971. The Zoology of Iceland. Munksgaard, Copenhagen.
193 bls.
Höfundar: BRYNJA HRAFNKELSDÓTTIR,
EDDA S. ODDSDÓTTIR OG
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON
einstaklinga innan tegundar og á milli
tegunda. Valdar voru tilviljunarkennt tvær
gróðursetningarlínur af ösp og tvær af greni.
Beitarskemmdir voru metnar á um það bil
50 trjám í hverri línu með því að flokka trén
í eftirfarandi flokka: 0 = engar skemmdir, 1
= 0-25% aflaufgun, 2 = 25-50% aflaufgun,
3 = 50-75% aflaufgun og 4 = 75-100%
aflaufgun. Samtals voru 93 grenitré og
114 aspir metnar. Snemma árs 2014 var
hæðarvöxtur 2012-2013 mældur.
Mikil ertuyglubeit hafði neikvæð áhrif á
vöxt grenis en engin áhrif á vöxt aspar (6.
mynd og 7. mynd). Þessar niðurstöður eru í
samræmi við rannsóknir Bjarna Diðriks o.fl.1
þar sem ertuygla hafði mun meiri áhrif á
vöxt grenis en aspar1 en þar var um yngri og
minni tré að ræða. Þeir töldu líklegt að þessi
munur stafaði af því að öspin endurnýjar
laufmassann næsta vor en grenið endurnýjar
hann aðeins að hluta til. Einnig geti hraðari
umsetning plöntuvefs sem fer í gegnum
ertuyglu aukið skammtíma næringarframboð
á svæðinu. Þar er bæði um að ræða lúpínu í
undirgróðri og lauf/nálar trjáa.
Framtíðarspá
Meðalhiti á Íslandi fer hækkandi og því hefur
verið spáð að þessi hækkun muni líklega vera
hraðari á þessari öld en þeirri síðustu.5 Þar
sem niðurstöður rannsókna okkar á ertuyglu
hafa sýnt að aukinn sumarhiti geti haft
jákvæð áhrif á stofnstærð ertuyglu hérlendis
er ekki ólíklegt að hún muni halda áfram
að dreifa sér um landið á næstu árum. Með
aukinni stofnstærð mun hún líklegast verða
meira vandamál í nýskógrækt. Niðurstöður
okkar og Bjarna o.fl.1 sýna að hún getur
dregið verulega úr vexti grenis, en ekki
aspar. Ekki er ólíklegt að sama geti átt við
um aðrar tegundir lauf- og barrtrjáa. Þá er
ótalið að þekkt er að ertuyglufaraldrar geta
valdið umtalsverðum afföllum í nýskógrækt
(Brynja Hrafnkelsdóttir, óbirt gögn). Það
virðist þó vera munur á milli trjátegunda
hversu viðkvæmar þær eru fyrir beit hennar
og því getur rétt tegundaval hjálpað til við