Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 45
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 45
- Medium - High og Ultra high carbon
stál. Hnífsblöð eru gjarnan úr High eða
Ultra high carbon stáli með 1,0% - 2,0%
carbon innihaldi. Hersla á hnífsblöðunum
er þetta frá 55 - 66 á Rockwell-skala.
Það er þokkalega auðvelt að koma biti
í hnífsblað með hersluna 55 á Rockwell
skalanum, síðan verður það erfiðara eftir
því sem herslan er meiri en að sama skapi
helst bitið mun lengur en hafa verður í
huga að eftir því sem herslan er meiri
er meiri hætta á að brjóta mjög fína,
mjóa og langa hnífsodda. Í nær flestum
tilfellum koma nýir hnífar ekki með fullu
biti frá framleiðanda. Þó má finna stöku
framleiðanda sem selur hnífana með fullu
biti t.d. Flexcut. Þá er ekki óalgengt að
seljendur vasahnífa í handverksbúðum láti
framleiða fyrir sig sérhannaða vasahnífa
til að tálga með eins og OAR hnífarnir
frá Stadtlander Woodcarvings sem býður
viðskipavinum einnig að setja fullt bit í
hnífana. Að öllu jöfnu er líklega betra
að takast á við það sjálfur að koma
fullu biti í hnífana þótt það taki langan
tíma því oft þarf að endurmóta aðeins
verksmiðjulag hnífsins. Varlega má áætla
að það taki ekki minna en klukkutíma að
koma viðunandi biti í nýjan hníf, jafnvel
tvo, úr góðu carbon stáli og annan eins
tíma í viðbót ef ákvörðun er tekin um að
endurskapa hnífsblaðið. Þegar þarf að
forma hnífsegg lítillega er gott að nota
vatnspappír í grófleikanum 600 - 800.
Að koma biti í hníf gerist í upphafi í
þremur áföngum: leggja á, brýna og slípa.
Eftir það eru hnífarnir aðeins brýndir og
slípaðir nema óhapp hendi þá. Við vinnu
er góð venja að slípa hnífana reglulega t.d.
á 10 - 20 mínútna fresti. Hér að neðan
eru nefndir nokkrir möguleikar í hverjum
flokki við að koma biti í hníf. Það þarf
að fara mjög varlega þegar notað er gult
títaníum slípiefni frá Flexcut vegna þess
F.v. Tveir hnífar smíðaðir í Mora í Svíþjóð. E. Jonsson er háaldraður og sendir enn frá sér hnífa. Þá er afmælisútgáfa
af elstu útfærslu af klassískum Morahníf. Næst koma fjórir hnífar og öxi handsmíðað af Svante Djarv í Svíþjóð.