Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 49

Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 49
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 49 með eða án slípiefna. Það er og hægt að saga MDF efnið út í hringlaga form svipað og stein í smergel, bora í gegn og setja bolta með ró og koma græjunni fyrir í borvél eða festa hana í patrónu á rennibekk. Bera má á MDF efnið allskonar slípiefni eða slípipasta en ekki bráðnauðsynlegt. Eftir notkun á öllum hnífum er nauðsyn- legt að þrífa þá mjög vel og bera þarf olíu sem ekki harðnar á þau hnífsblöð sem eru úr carbon stáli, annars er mikil hætta á að þau fari að ryðga. Ýmis efni sem við notum daglega geta farið illa með carbon hnífsblöð t.d. smurostar og tómatsósa og mörg fleiri. Lögun hnífsblaða og skefta hafa þróast á ákveðinn hátt. En hnífsblaðið skiptist þannig að ofan er bakkinn, gagnstætt honum er eggin, þá er oddurinn fremst. Hliðarnar eru nefndar síður og hallinn frá síðunni að egginni er nefndur bevel á ensku. Við gætum líklega notað orðið flái upp á íslensku. Hvort orðið sem er notað þá er oft talað um hæl og tá bæði á bevel og fláanum, oftast þegar rætt er um trérennijárn. Járnið aftur úr blaðinu nefnist tangi. Ef tanginn nær aftur úr skeftinu er hnífurinn fulltang. Stærri hnífar t.d. frá Svíþjóð eru með svokallaðri Skandi bevel langt upp síðuna. Á hefðbundnum vasahnífum er oftar en ekki secondary bevel og frekar erfitt að halda við biti í þeim og tálga með þeim nema fjarlægja hreinlega 2 bevel þ.e. endurskapa blaðið að hluta til og þá renna saman síðan og eggin þ.e. verða eitt og þá er ljúft og átakalítið að tálga. Lögun hnífsskefta er margvísleg. Ef skeftið er samhverft t.d. eins og á tálguhnífum frá Morakniv þá kemur það af sjálfu sér að möguleikarnir við tálgunina aukast til muna þar sem tálgarinn getur snúið hnífnum í lófa sínum að vild við skurðinn. Aftur á móti er í raun frekar hættulegt að nota þessa samhverfu hnífa fyrir byrjendur þar sem hætta er á að viðkomandi átti sig ekki á hvoru megin eggin er. Skemmtilegast og best er að smíða sitt hnífsskefti sjálfur og sníða það að eigin hendi um leið. Það er svo í hendi hvers og eins hvort skeftið er haft stamt eða vel olíuborið og sleipt viðkomu. Ef hnífurinn er með viðarskefti þá veita sleipu skeftin minni mótstöðu og þá nuddast hendurnar minna þegar tálgað er tímunum saman. Því verður varla leynt að tálga með vasahníf (sjálfskeiðung) tímunum saman reynir mjög á hendurnar, skeftin eru yfirleitt frekar stutt og allskonar raufar (skíði) sem hnífsblöðin falla í, valda því að hendurnar verða aumar við skurðinn. Það mundi æra óstöðugan að fara yfir alla þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi efnin í hnífsskeftunum. Varðandi hnífinn og skeftið þá er talað um fulltang hníf þegar blaðið og málmurinn í skeftinu (tangi) eru sem eitt frá oddi og aftur úr og út úr skeftisenda. Þar birtist okkur sterkasta útgáfan af hnífi, oft kallaður dálkur, tilbúin í hvað sem er á norðurhjaranum. Hnífsslíður er í grunninn eftirmynd hnífsblaðsins (á dálknum) sem svo tekur hinum ýmsu sköpunarmöguleikum við lokafrágang. Það er gott að hafa það í huga þegar hnífur er settur í slíður að lyfta slíðrinu í sem næst lárétta stöðu og færa hnífinn varlega inn í slíðrið. Ekki venja sig á að reka hnífinn lóðrétt niður í slíðrið. Þegar hnífur er tekinn úr slíðrinu er slíðrinu lyft í sem næst lárétta stöðu og enda hnífsins snúið aðeins til og frá og síðan er hann dregin varlega út. Draghnífar eru hið mesta þarfaþing við tálgun. Þeir eru margvíslegir að lögun og stærð en öllum sameiginlegt er að þeim er beitt á sama hátt með því að draga þá að sér. Það svona liggur í loftinu að þessi hnífagerð eða skurðarverkfæri hafa líklega ekki verið mikið notuð hér af almenn- ingi gegnum árin við að tálga trjávið. En fagmenn í ýmsum iðngreinum eins og beykir, tréskipasmiðir og húsasmiðir notuðu þessi verkfæri. Draghnífar (hófjárn) eru mikið notaðir í dag við járningar hesta.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.