Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 50

Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 50
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202050 í 5 cm. Oftast eru blöðin mjög þunn og mjó. Oddurinn birtist í mörgum útgáfum ætlaður til hinna ýmsu verka. Eiginlega skarast þurrtálguhnífarnir við útskurðar- verkfærin meira og minna sem og athöfnin að tálga í þurran við. Að tálga í blautan skógarvið er oftast framkvæmt með misstórum dálkum. Hnífarnir frá Mora í Svíþjóð eru líklega þeir bestu sem völ er á hvort sem það eru tálguhnífarnir eða stærri hnífar eins og Mora Garberg sem er fulltang hnífur gerður úr Sandvik stáli 14C28N 3,2 mm á þykkt og þess vegna næsti bær við öxi ef svo ber undir. Sú venja hefur skapast við tálgun úr blautum skógarvið að eiga ekkert við smíðisgripina eftir að þeir eru fulltálgaðir þ.e. ekki fara með sandpappír á hlutina. Það má skafa aðeins ef þörf er á, bæsa og mála. Axir eru ómissandi þáttur í tálgun. Það er hægt að nota þær á nær óendanlegan hátt. Það eru smíðaðar margar útgáfur af öxum hver í sitt verkefnið hvort sem verið er að fella tré, kljúfa það eða höggva það til á annan hátt. Sænska Carving öxin frá Gransfors í Svíþjóð er verkfæri sem allir þurfa að eiga sem tálga eitthvað að ráði úr skógarvið. Í dag á tímum allsnægta höfum við úr mörgum gerðum af hnífum að velja og þurfum ekki að notast bara við einn eða tvo hnífa í verkefnin. Í seinni tíð skiptum við hnífunum gróflega í tvo megin flokka – hnífa til að tálga í blautan skógarvið t.d dálka og svo hnífa til að tálga í þurran við, þar eru hnífar eins og t.d. sjálfskeið- ungar (vasahnífar). Þurrtálguhnífarnir eru í fínlegri kantinum, með frekar stuttum blöðum frá ca. 13 mm og upp Tálgað í söguna Það er nú einu sinni þannig að við erum ekki öll gerð úr sömu spýtunni, sem betur fer. Mér finnst t.d. ótrúlega gaman að tálga til persónur í sögubútum sem ég hef skrifað gegnum árin. Skrifin byrjuðu með kennsluefni, margþættu tengslaverkefni yfir mörg ár. Umsjónarkennari hélt utan um að sagan eða námsefnið væri lesið í þaula með aðstoð mynda (glærur). Á góðum haustdegi var haldið til skógar í rútu, með nesti og nýja skó, foreldrar voru velkomnir og létu þeir sig ekki vanta hvorki í skógarferðirnar né í siglingar um úteyjar Breiðafjarðar á selaslóðum, fuglaskoðunarferðir eða á matar- kvöldin. Í skógarferðunum fengu nemendur og foreldrar þeirra að kynnast skóginum, ganga um hann og lifa sig inn í umhverfið og söguna sem nemendurnir voru búnir að lesa. Í ferðunum öfluðu þau efniviðar eins og að saga niður greinar og smá tré til frekari nota í smíðastofu skólans. Tína smá steina og laufblöð og tína upp í sig ber og ber, og nestið maður, þá náði tilveran hæstum hæðum. Næstu vikur fóru í að teikna og mála myndir úr ferðinni sem voru svo útfærðar í efniviðinn sem aflað var úr ferðinni; allt sagað út og málað og komið fyrir á spjaldi sem var ca. 35 x 80 cm. Við látum hugann ráða för og lifum okkur inn í dæmigerða skógarsögu þar sem skógarálfar og ýmsar lífverur koma við sögu. Skógarálfar eru frekar litlar verur um 13 cm á hæð, rauðhærðir og freknóttir með stór himinblá augu. Þeir búa þar sem birkiskógur vex. Álfarnir eru oftast bláklæddir með stóran lurk í hendi, sumir eru með hvíta dúfu með sér sem Beggi á Klukkubergi í Norður- skógi ræktar til að geta sent skilaboð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.