Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 52
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202052
leið yfir vatnið með einu af horn-
sílunum og þá er gott ef máninn merlar
í vatninu og lýsir þeim leið. Ekki langt
frá þar sem Bjarki á heima er stígur sem
nefnist Grenistígur, þar á Benjamín
kanína heima í holu grenitré ásamt
foreldrum sínum Kolviði og Selju. Þar
rétt hjá er stór berserkjasveppur sem er
heimili músafjölskyldu. Þar búa Skotta
og Hríma sem eru börn Boga fína og
konu hans Fjólu. Fjóla er mjög flink að
sauma, hún saumar föt allan liðlangan
daginn, ekki bara á fjölskylduna heldur
nær allar mýs í skóginum. Bjarki fer
oftast snemma að sofa á kvöldin,
eiginlega um leið og húmar að og
sjaldan seinna en um sólarlag. Bjarki
vaknar yfirleitt í dagrenningu stuttu
áður en sólin kemur upp, þá sprettur
hann fram úr rúminu sínu og tekur
sprettinn út til að missa ekki af
morgundögginni sem hann safnar
og dansa um eins og sólstafir með
humlunum. Stöku sinnum fær Bjarki að
sitja á bakinu á fiðrildunum þegar þau
flögra á milli birkitrjánna. Skemmti-
legast finnst Bjarka þó að fá að sitja á
bakinu á fiðrildalirfu þegar hún fetar
sig upp og niður trjástofnana. Bjarki
veit að fiðrildalirfurnar verða að
fallegum fiðrildum þegar þær hafa
þroskast nógu lengi. Bjarki er alltaf
hálfhræddur við geitunga en þeir eru
oft rosalega skapvondir og geta stungið
með gaddinum sem þeir hafa aftan á
bolnum. Rétt hjá, þar sem Bjarki á
heima, er stórt vatn. Stundum þegar
Bjarka langar að komast yfir vatnið þá
fer hann niður að vatninu og flautar
þrisvar sinnum í skógarflautuna sína.
Þá koma hornsílin strax upp að landinu
og Bjarki fær að sitja á bakinu á einu
þeirra yfir vatnið. Stundum er farið að
bregða birtu þegar Bjarki heldur heim á
F.v. Bogi fíni, Bjarki, systurnar Skotta og Hríma og Fjóla. Mynd: TT