Skógræktarritið - 15.10.2020, Qupperneq 54
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202054
með í leiknum. Það leist Bjarka vel á en
spurði systurnar hvað þetta gráa væri
sem þær höfðu stillt upp til að skjóta
niður með sortulyngsberjunum. Þetta
gráa kemur frá uglunum í trénu, þetta
eru ælur sem uglurnar æla upp úr sér
eftir matinn sem svo detta niður á
jörðina allt í kring um tréð sem
Benjamín á heima í. Innan í ælunni er
fiður, goggar af smáfuglum og bein,
stundum eru músatennur í ælunum.
Pabbi okkar er búinn að gera samning
við uglurnar um að láta okkur í friði, í
staðinn nagar hann til greinar svo
uglurnar geti setið á kvisti og úað á
kvöldin. Þegar þau höfðu leikið sér smá
stund kom Fjóla mamma út og spurði
Bjarka hvort hann vildi koma með þeim
suður á melinn hjá gömlu skógar-
furunni til að safna blöðum af plöntu
sem heitir músareyra sem þau ætla að
hafa með kvöldmatnum og þar rétt hjá
vaxa fífur sem við þurfum að safna til
að snúa í kveik í vaxkertin sem við
búum til úr vaxinu frá humlunum, og
svo væri gaman ef þú borðaðir með
okkur Bjarki minn og segðir okkur
fréttir úr Álfasteini. Í kvöldmatinn fáum
við ost með skógarfurufræjum og
músareyra, og með þessu drekkum við
fíflamjólk sem Skottu og Hrímu finnst
svo góð, sérstaklega með smá hunangi
út í. Um daginn þegar skógarvörðurinn
var á ferðinni að tína skógarfuruköngla
fékk hann sér bita af nestinu sínu og
skildi eftir ostsneið sem Skotta og
Hríma fundu og fullt af fræjum af
skógarfurunni sem hafa hrunið úr
könglunum þegar hann var að safna
þeim. Eftir góðan kvöldverð hélt Bjarki
heim á leið saddur, glaður og kátur.
fylgdi honum heim til sín. Bjarki varð
svo glaður yfir því að Benjamín vinur
hans skyldi finnast í tæka tíð fyrir
myrkur að hann ákvað að heimsækja
Benjamín til að heyra alla söguna af
hverju Benjamín hefði villst í skóginum.
Á leiðinni hitti hann humlu sem sagðist
eiga leið um Grenistíginn og sjálfsagt
væri að taka hann með. Það urðu
miklir fagnaðarfundir með þeim Bjarka
og Benjamín þegar þeir hittust. Selja
mamma Benjamíns byrjaði strax að
baka pönnukökur fyrir þá. En
pönnukökurnar hennar Selju með
bláberjasultu og rjóma eru víðfrægar
um allan skóginn og jafnvel suður í
Langaskógi þar sem Bína frænka
Benjamíns á heima. Rjómann gerir Selja
úr fíflamjólk og er hann sérlega góður á
pönnukökurnar. Meðan þeir hámuðu í
sig pönnukökurnar og drukku heitt
daggarseiði úr kuðungum gert af
blóðbergi, einiberjum og blöðum af
aðalbláberjalyngi, sagði Benjamín
Bjarka frá því hvernig skuggi hefði liðið
yfir skóginn og skyggt á sólina, þegar
hann leit upp hefði stór örn svifið yfir
og hann orðið skelfilega hræddur og
hlaupið langt inn í skóginn og orðið
rammvilltur. Hann var svo heppinn að
Hallur í Álfasteini, pabbi Bjarka, hefði
átt leið um mætt honum og fylgt
honum heim. Þegar Bjarki kom út frá
Benjamín kanínu voru systurnar Skotta
og Hríma að leika sér fyrir utan
heimilið sitt. Þær voru með eitthvað
grátt sem líktist könglum sem þær
höfðu raðað upp og svo hentu þær
rauðum sortulyngsberjum til að fella
það. Systurnar voru mjög glaðar að sjá
Bjarka vin sinn og buðu honum að vera
Höfundur: TRAUSTI TRYGGVASON