Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 60
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202060
Hún er ættuð frá landsskógaúttekt Skógræktar-
innar og er þar eingöngu átt við skógarreiti
þar sem bæði lauf- og barrtré vaxa saman,
og þar sem sjaldgæfara vaxtarformið fer ekki
undir 25% heildar krónuþekju skógarins.
Arnór Snorrason21 hefur einnig notað sömu
skilgreiningu til að telja fram blandaða
laufskóga og blandaða barrskóga. Samtals
eru þessar þrjár gerðir blandskóga um 25%
allra gróðursettra skóga hérlendis samkvæmt
niðurstöðum hans.
Ávinningur af blöndun tegunda, og
ástæður fyrir ávinningnum
Viðbúið er að munur sé á hæð trjánna eftir
tegundum í blandskógi og jafnvel aldri
þeirra. Allt hefur þetta áhrif á samspil
tegundanna, vöxt og þróun skógarins.41,29
Almennt séð er talinn ávinningur af
Hlutfall tegunda í blandskógum er með
ýmsu móti. Oft er ein tegund ríkjandi og
aðrar samferða. Til viðmiðunar má geta
þess að í Svíþjóð þá má grunnflatar-
mál ríkjandi tegundar í blandskógi ekki
vera meira en 65% af heildar grunnfleti
skógarreitsins svo að hann megi kallast
blandskógur, annars er litið svo á að
skógurinn sé eintegunda, af hinni ríkjandi
tegund.45 Í Finnlandi má hlutfall ríkjandi
tegundar vera hærra, eða 75% (sbr. 3.
mynd), og í Noregi enn hærra, eða 80% af
grunnflatarmáli.20,36 Í Rússlandi er miðað
við að sé önnur tegund með 6% viðarrúm-
máls eða meira þá teljist skógurinn
blandskógur.14
Á Íslandi er skilgreiningu á blandskógi að
finna í kortagerðarlykli Landmælinga
Íslands (svokölluð CORINE landflokkun).25
4. mynd. Rauðgreni og vörtubirki var skilið eftir á blautu svæði sem trjáhópur við lokahögg í Kristinehamn í Svíþjóð.
Hér má sjá að grenið hefur nánast allt fallið í óveðri en birkið stendur eftir. Mynd: JHK