Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 61

Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 61
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 61 rými, tíma frá síðustu grisjun og árstíma, og þess vegna ætti ekki að draga of miklar ályktanir af einni rannsókn frá einum viðburði (Guðrúnu).15,12 Einnig má benda á, að skógar stormfalla yfirleitt ekki fyrr en á síðari helmingi vaxtarlotunnar.46 Blandaðir skógar geta haft aukna aðlögunarhæfni fyrir ógnir framtíðar- innar. Loftslagsbreytingar eru ein þeirra, þær gætu leitt til sterkari og fleiri storma, vorfrosta og sumarþurrka fyrir greni. Hins vegar er talið að lauftrjátegundir eigi eftir að spjara sig betur í komandi loftslagsbreytingum.12 Þumalfingursreglan er sú, að skógur með fleiri tegundum nýtir vaxtarþættina betur, en skógur af einni tegund.32 Þar sem mismunandi tegundir geta nýtt vaxtarþætti á ólíkan hátt, geta þær samanlagt nýtt þá mun betur en hver tegund fyrir sig. Trjátegundir nýta mismunandi jarðvegsdýpt, eru mis-skuggþolnar og mis-áburðarkærar. Með því að blanda tegundum saman er þannig hægt að auka heildarframleiðslu skógarins, sérstaklega miðað við það að áburðarkærari eða ljóselskari trjátegundir væru notaðar í einnar tegundar skógum á rýrara landi. Jákvæðu áhrifin af blandskógum nást helst þegar skógarumhirða heldur samkeppni á milli tegunda minni en hún væri annars án umhirðu. Ekki má heldur gleyma því, að oft hjálpar beinlínis ein tegund annarri, t.d. með því að binda nitur í jarðveginum, auka umsetningarhraða í jarðvegi (t.d. birki) eða með því að auka skjól fyrir skuggþolnar tegundir í upphafi vaxtarlotu (5. mynd).43 Hér má einnig hafa í huga að áhrifin eru ekki alltaf gagnkvæm og geta jafnvel verið neikvæð; fer það eftir tegundum og aðstæðum.26 Ein algeng leið til að bera saman einnar tegundar skóga með blönduðum skógum er að bera saman framleiðni þeirra. Með því að bera saman framleiðni hjá trjátegund í blöndu við framleiðni hennar í einnar tegundar skógi á sama jarðvegi og við sömu tegundablöndun í skógrækt. Blandaður skógur hefur góð áhrif á jarðveg, næringar- og vatnsferla, hefur að jafnaði meiri líffræðilega fjölbreytni, og getur haft meiri standandi lífmassa.4,6,42,7 Rannsóknir erlendis benda til að líffræði- leg fjölbreytni sé almennt meiri í bland- skógum en í einnar tegundar skógum.6,8,35 Hérlendis hefur slíkur samanburður ekki verið gerður, en enginn marktækur munur fannst á heildar tegundaauðgi í gróðursettum skógum á mismunandi aldri með innfluttum trjátegundum miðað við sjálfsána birkiskóga (Betula pubescens) á Austur- og Vesturlandi, þegar tegundir fugla, smádýra, gróðurs, og sveppa voru tekin út.3 Þar sem íslenski birkiskógurinn er í eðli sínu einnar tegundar skógur eins og þeir gróðursettu skógar sem voru með í rannsókn Ásrúnar Elmarsdóttur o.fl.3, þá er ekki hægt að draga ályktanir af þeirri rannsókn hvort blandskógar séu tegunda- auðugari hérlendis. Hættan á faröldrum skordýra eða sjúkdóma eykst almennt í einnar tegundar skógum, og einkum ef plantekruskógur er ræktaður af fáum klónum, og þá sérstak- lega af völdum þeirra skaðvalda sem eru sérhæfðir á ákveðnar trjátegundir.17,6,31 Hætta á áföllum af völdum ólífrænna þátta er einnig oft minni í blandskógum, enda standast þeir oft betur t.d. vindálag.11 Hátt hlutfall grenis (Picea) í reit getur til að mynda aukið hættuna á stormfalli, þ.e. að tré falli í miklum vindi.15 Birki er talið hafa betri mótstöðu gegn vindi heldur en rauðgreni (4. mynd). Með því að blanda þessum tveimur tegundum saman gæti því stöðugleikinn í reitnum aukist.37 Rannsókn sem gerð var eftir storminn Guðrúnu í Suður-Svíþjóð árið 2005 gefur til kynna að í rauðgreniskógum þar sem birki nær minnst 30% af grunnfleti helmingist hættan á stormfalli miðað við jafn gamla einnar tegundar reiti af rauðgreni.49 Hættan á stormfalli getur þó ráðist af mörgum þáttum, t.d. skjólleysi, trjáhæð, vaxtar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.