Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 62

Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 62
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202062 og lerki (Larix) eða birki gæti oft þurft að millibilsjafna oftar og meira til að viðhalda því.1,38 Millibilsjöfnun er góð leið til að breyta samsetningu og þéttleika trjátegunda í reit. Það er mikilvægt að millibilsjöfnun verði ekki framkvæmd of seint í blandskógum vegna þess að það er erfitt að umbreyta bældu tré í gott uppskerutré. Þetta á einkum við ljóselskari trjátegundir eins og lerki eða birki, sem þurfa að hafa stóra trjákrónu til að geta vaxið eins vel og hægt er í blönduðum reitum.40,44 Til að hámarka jákvæðar afleiðingar millibilsjöfnunar í blandskógi þá er mikilvægt að framkvæma jöfnun með mismunandi eiginleika tegundanna í huga. Til að mynda getur skuggþolna rauðgrenið vaxið vel undir birkiskermi, en hið ljóselsk- andi birki á lítinn möguleika á að verða að stóru tré undir rauðgreniskermi.48,2 Það sama má segja um aðrar skugg- og ljóselskari tegundir sem ræktaðar eru saman í blandskógum hérlendis. Það getur verið freistandi að bíða aðeins með fyrstu millibilsjöfnun í blandskógi til að geta valið betur tré út frá vaxtarlagi og trjágæðum, svipað og gert er í einnar tegundar reitum, en það getur verið mjög áhættusamt. Það getur verið að ein tegund með svipaða vistfræðilega aðlögun hafi vaxið alveg yfir aðrar svipaðar tegundir, eða ljóselskari, og gert úr þeim undirmálstré sem hafa þá misst vaxtargetu sína. Þá er orðið of seint að hafa mikil áhrif á blöndun reitsins með umhirðu.44 Í millibilsjöfnunartilraun í Asa í Svíþjóð voru mismunandi blöndur af rauðgreni og birki prófaðar. Hreinir rauðgrenireitir voru bornir saman við 20% og 50% blöndu með birki. Fjórum árum eftir að trén komust á legg hafði 20% birki/80% rauðgreni blandan mestan grunnflöt, þótt að munurinn í rauntölum væri ekki mjög mikill miðað við hreina rauðgrenireiti.27 Í Svíþjóð eru slíkar blöndur ákveðnar með því að skilja eftir ákveðið hlutfall af veðurfarsaðstæður, er hægt að sjá hvort einhver jákvæð eða neikvæð áhrif fáist af því að nota hana í tegundablöndu.16,13 Í barrskóga- og tempraða laufskóga- beltinu getur blöndun stundum valdið minni framleiðni, samanborið við einnar tegunda skóga af skuggþolinni tegund.9,18,46 Hins vegar hafa einnig oft fundist jákvæð aukaáhrif hjá tegundum með svipað vaxtar- og vistfræðimynstur í blandskógum sem þá vaxa upp með eitt krónulag og eru því einfaldari í skógarumhirðu (3. mynd).27 Oftar er þó talið betra að velja saman trjátegundir sem eru ólíkar í vaxtarfari, t.d. hægvaxta og skuggþolna tegund í blöndu með hraðvaxta og ljóselskri tegund. Slíkar blöndur mynda lagskipta trjákrónu og eru meira krefjandi i umhirðu.28,46 Hagfræði blandaðra skóga Það er mikilvægt að hafa í huga að hagfræði tegundablandaðra reita í nytjaskógi ræðst af mörgum þáttum. Margir þeirra koma ekki fram fyrr en seinna í vaxtarlotunni; t.d. viðargæði, verð fyrir mismunandi tegundir við lokahögg, framleiðni, lengd vaxtarlotu, fjárfestingar við umhirðu og vinnuálag. Kostnaður gróðursetningar fer oft eftir meðferðum, plöntuefnivið og tegundasamsetningu skógarreita. Langtímamarkmið í ræktun blandaðra skóga er oftast fyrst og fremst að framleiða lokaafurð af einni trjátegund með hjálp frá annarri tegund sem er þá fjarlægð fyrr.47 Þetta á t.d. við flesta blandskóga með lagskiptri trjákrónu. Millibilsjöfnun er oftast dýrari í blandskógi, vegna þess að þeir eru flóknari að jafna og hafa oft fleiri tré á hektarann, þ.e. eru þéttari.1,38 Millibilsjöfnun verður oftast að fara fram að minnsta kosti tvisvar í blandskógum, samanborið við einnar tegundar skóg af t.d. rauðgreni þar sem ein frekar sein millibilsjöfnun er oft meira en nóg. Skuggþolnar tegundir geta haldið áfram að vaxa þó vaxtarrýmið sé lítið í blandskógi en hjá ljóselskari tegundum eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.