Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 68

Skógræktarritið - 15.10.2020, Side 68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202068 var stofnað árið 1974 en Þorvaldur gekk í félagið 1978 og var fljótlega kosinn í stjórn. Hann varð formaður stjórnar félagsins 1984 til 1991 en kom aftur inn í stjórn og sem formaður 1992 og hefur gegnt því embætti allar götur síðan. Skógræktarfélag Vestur-Húnvetninga hafði ekkert land fyrst í stað en 1979 fékk félagið land í Kirkjuhvammi sem menn voru búnir að bíða býsna lengi eftir. ,,Það var svo merkilegt að þetta varð hreppsnefndarkosningamál að fá þetta land. Hestamenn höfðu mikil áhrif í hreppsnefnd Hvammstanga og þeir vildu ekki missa landið út af beit,“ segir Þorvaldur og bendir á að ekki hafi heldur allir haft trú á framtakinu. ,,Þetta er sauðfjárræktarsvæði og almennt séð var ekki mikill áhugi á trjárækt. Það var reyndar búið að segja að það þýddi ekkert að vera að reyna þetta hér. Það hefur svo sem verið sagt víðar, en hér held ég að menn hafi trúað því.“ Þegar land undir skógrækt var fengið, var næsta mál á dagskrá félagsins að útvega plöntur til gróðursetningar. ,,Við höfðum samband við Ísleif [Sumarliðason, skógarvörð] á Vöglum. Hann átti eiginlega ekkert af plöntum en sagðist geta sent okkur einhverjar sem ekki væri hægt að selja því að þær væru bara ekki í lagi. Það var það fyrsta og svo hefur þetta smápotast.“ Þó að fyrstu trjáplönturnar sem fóru í jörð í Kirkjuhvammi hafi ekki verið burðugar, er óhætt að segja að ræst hafi úr skógræktinni. Nú stendur á svæðinu vöxtulegur skógarreitur sem nýtur mikilla vinsælda jafnt meðal íbúa á Hvammstanga og þeirra sem sækja bæinn heim. Styrkur forsenda framkvæmda Göngustígar hafa verið lagðir um Kirkju- hvamm og þar er einnig að finna tjaldsvæði bæjarins. ,,Við höfum fengið örlítinn styrk frá bænum en reyndar ekki í fyrra. Það þyrfti að vera einn maður að vinna þarna í 3-4 vikur á ári. Það veitti ekkert af því bara til að halda göngustígum hreinum, laga til og gera eitt og annað til að halda svona svæði í góðu standi. Fyrir nokkrum árum Skógrækt Þorvaldar Böðvarssonar og Hólmfríðar Skúladóttur, eiginkonu hans, á Grund II í Vesturhópi fyrir tveimur árum. Trén hafa vaxið mikið frá því að þessi mynd var tekin árið 2018. Mynd: Brynjólfur Jónsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.