Skógræktarritið - 15.10.2020, Qupperneq 68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202068
var stofnað árið 1974 en Þorvaldur gekk
í félagið 1978 og var fljótlega kosinn
í stjórn. Hann varð formaður stjórnar
félagsins 1984 til 1991 en kom aftur inn
í stjórn og sem formaður 1992 og hefur
gegnt því embætti allar götur síðan.
Skógræktarfélag Vestur-Húnvetninga
hafði ekkert land fyrst í stað en 1979
fékk félagið land í Kirkjuhvammi sem
menn voru búnir að bíða býsna lengi
eftir. ,,Það var svo merkilegt að þetta
varð hreppsnefndarkosningamál að
fá þetta land. Hestamenn höfðu mikil
áhrif í hreppsnefnd Hvammstanga og
þeir vildu ekki missa landið út af beit,“
segir Þorvaldur og bendir á að ekki hafi
heldur allir haft trú á framtakinu. ,,Þetta
er sauðfjárræktarsvæði og almennt séð
var ekki mikill áhugi á trjárækt. Það var
reyndar búið að segja að það þýddi ekkert
að vera að reyna þetta hér. Það hefur svo
sem verið sagt víðar, en hér held ég að
menn hafi trúað því.“
Þegar land undir skógrækt var fengið,
var næsta mál á dagskrá félagsins að
útvega plöntur til gróðursetningar. ,,Við
höfðum samband við Ísleif [Sumarliðason,
skógarvörð] á Vöglum. Hann átti eiginlega
ekkert af plöntum en sagðist geta sent
okkur einhverjar sem ekki væri hægt að
selja því að þær væru bara ekki í lagi.
Það var það fyrsta og svo hefur þetta
smápotast.“ Þó að fyrstu trjáplönturnar
sem fóru í jörð í Kirkjuhvammi hafi ekki
verið burðugar, er óhætt að segja að ræst
hafi úr skógræktinni. Nú stendur á svæðinu
vöxtulegur skógarreitur sem nýtur mikilla
vinsælda jafnt meðal íbúa á Hvammstanga
og þeirra sem sækja bæinn heim.
Styrkur forsenda framkvæmda
Göngustígar hafa verið lagðir um Kirkju-
hvamm og þar er einnig að finna tjaldsvæði
bæjarins. ,,Við höfum fengið örlítinn styrk
frá bænum en reyndar ekki í fyrra. Það
þyrfti að vera einn maður að vinna þarna í
3-4 vikur á ári. Það veitti ekkert af því bara
til að halda göngustígum hreinum, laga til
og gera eitt og annað til að halda svona
svæði í góðu standi. Fyrir nokkrum árum
Skógrækt Þorvaldar Böðvarssonar og Hólmfríðar Skúladóttur, eiginkonu hans, á Grund II í Vesturhópi fyrir tveimur
árum. Trén hafa vaxið mikið frá því að þessi mynd var tekin árið 2018. Mynd: Brynjólfur Jónsson