Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 69

Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 69
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 69 eða umsjónarmenn tjaldsvæðisins gætu tekið við keflinu. ,,Ég ætla að hitta sveitar- stjórnarfulltrúa og sveitarstjórann í spjalli um þetta af því að svona svæði er ekki skemmtilegt til lengdar nema því sé sinnt og ég held að hlutverk Skógræktarfélagsins eigi frekar að vera að fá ný lönd og taka til hendinni þar.“ Á níunda áratugnum gáfu systkinin Gísli og Þórdís Magnúsarbörn á Saurum í Miðfirði Skógræktarfélagi Íslands jörðina Saura í því skyni að á henni yrði ræktaður skógur. Gerður var samningur milli Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarfélag Vestur-Húnvetninga um að félagið yfirtæki jörðina, greiddi af henni skatta og skyldur og hefði af henni þær tekjur sem hún gefur. Fyrsta spildan sem tekin var til ræktunar á Saurum árið 1991 fékk nafnið Dísulundur til heiðurs Þórdísi. ,,Það var svolítið stór biti að ætla að planta í þetta enda voru félagar ekki nema 30-40 þannig að þá samdi ég við nokkur félög, fengum við styrk úr Landgræðslusjóði þannig að við tókum smátörn, grisjuðum og kurluðum og lögðum í stíga. Síðan hefur lítið gerst. Í vor og sumar höfum við verið að laga göngustíga og saga niður brotin tré eftir síðasta vetur en hann var erfiður og mikill snjór kom í skóginn. Við fengum styrk frá Landgræðslusjóði til stígagerðar bæði í Kirkjuhvammi og að Saurum í ár og það er forsenda þess að eitthvað er hægt að gera,“ segir Þorvaldur sem hefur mikið velt fyrir sér framtíðartilhögun þessa vinsæla útivistarskógar í Kirkjuhvammi. ,,Við í Skógræktarfélaginu fengum þetta land til afnota til að planta í það en við eigum ekki landið og viljum í sjálfu sér ekki eiga það. Eitt af því sem ég hef verið að velta svolítið vöngum yfir er að nú þegar það er búið að planta í þetta og landið er notað sem útivistarsvæði og fyrir gesti tjaldsvæð- isins, hvort það væri ekki eðlilegast að við gætum kúplað okkur út úr þessu,“ segir Þorvaldur og bendir á að sveitarfélagið Þorvaldur virðir fyrir sér vöxtuleg lerki- og grenitré þar sem áður var aðeins flagmói. Lerkið stendur sig afburðavel á lélegu landi og grenið vex vel þar sem skilyrði eru orðin betri. Mynd: EÖJ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.