Skógræktarritið - 15.10.2020, Qupperneq 71

Skógræktarritið - 15.10.2020, Qupperneq 71
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 71 á ný. ,,Ég hef samt verið að ýja að því við stjórnina að þau verði að hafa augun opin fyrir einhverjum nýjum því að maður eldist.“ Starfsemi félagsins er í föstum skorðum, haldnir eru 3-4 stjórnarfundir á ári og einn aðalfundur. Þá fer nokkur vinna í að afla styrkja til verkefna og virkja félaga til þátttöku. ,,Eiginlega má segja að mesta aukningin komi frá fólki sem býr ekki á svæðinu en á blett eða jafnvel jörð hérna á svæðinu. Það sýnir oft mikinn áhuga,“ segir Þorvaldur. Skógurinn heldur áfram að vaxa Meiri tiltrú er á trjá- og skógrækt í sýslunni nú en þegar félagið var stofnað fyrir nærri hálfri öld. Þessa sér meðal annars stað í auknum trjágróðri á Hvammstanga og í bændaskógrækt sem er allvíða stunduð í sýslunni. Sjálfur hefur Þorvaldur séð land þeirra hjóna á Grund í Vesturhópi umbreytast úr flagmóa í iðjagrænan skóg á 30 árum og á hverju ári bætast nokkrir sentimetrar ofan á þau tré sem þegar eru komin í jörð. ,,Nú er þetta að koma meira upp. Þetta er kallað Grundarholt hérna hinu megin. Eftir 20 ár verður þetta orðinn skógur. Þeir eru farnir að tala um það við mig sumarbústaðaeigendurnir niðri við Vesturhópsvatnið að þetta sé aldeilis farið að sjást,“ segir Þorvaldur stoltur. Börn Þorvaldar og Hólmfríðar búa öll á höfuðborgarsvæðinu og aðspurður segir Þorvaldur að þau hafi mikinn áhuga á skógrækt fjölskyldunnar. ,,Þau hafa að vísu ekki haft mikinn tíma en þau hafa áhugann og taka í sjálfu sér bara við þessu. Annars getur svo sem hver sem er tekið við. Það þurfa ekkert endilega að vera börn eða vandamenn. Svo er það nú þannig með skóginn að þó að einn falli frá, heldur hann áfram að vaxa,“ segir Þorvaldur Böðvarsson að lokum. Höfundur: EINAR ÖRN JÓNSSON kvenfélag, hestamannafélag, Lions og fleiri um hvort þau væru ekki til í að skaffa tvo menn í fimm kvöld hvert félag til að koma að Saurum og planta. Það gekk eftir og það tókst að gera þetta í ein þrjú ár. Þá voru menn orðnir leiðir á þessu og síðan hefur lítið sem ekkert verið plantað fyrir félagið nema af verktökum.“ Jarðeigendur virkjaðir Nokkrum árum síðar tókst Skógræktar- félaginu, fyrir tilstilli Þorvaldar, að virkja jarðeigendur í sveitinni til þátttöku í gróðursetningum. ,,Tillaga mín var að við myndum auglýsa eftir fólki sem hefði áhuga á að fá plöntur í sitt land. Skilyrðið var að menn hefðu að minnsta kosti tveggja hektara afgirt land og þá gætu þeir fengið fríar plöntur, að vísu eftir getu Skógræktar- félagsins til plöntukaupa. Þetta hafði áhrif og fleiri fóru að vesenast í þessu,“ segir Þorvaldur og bætir við að verkefnið hafi staðið í um tíu ár. ,,Ég gerði úttekt á þessu fyrir 2-3 árum og man ekki betur en að þetta hafi verið 37 svæði sem plantað var í. Sumir byrjuðu reyndar en gáfust svo upp. Svo kom upp sú staða að ég var farinn að verða var við það að menn pöntuðu plöntur en settu þær aldrei niður. Málið var að fólk var að panta plöntur af því að það fékk þær fyrir ekki neitt þannig að mín tillaga var sú að við skyldum hætta þessu en útvega fólki aftur á móti plöntur sem væru ódýrari,“ segir Þorvaldur og bætir við að snardregið hafi úr ásókninni eftir þetta. Þorvaldur hefur gegnt formennsku í Skógræktarfélagi Vestur-Húnvetninga frá fyrstu árum þess en þó með stuttu hléi. ,,Skömmu áður en ég hætti kom kona að máli við mig þar sem ég var að slá blettinn og spurði: Hvernig er þetta með skógræktarfélagið þitt? Mér fannst þetta svo helvíti pínlegt að ég hugsaði með mér að nú væri rétt að koma þessu á fleiri hendur en svo endaði þetta svona aftur,“ segir Þorvaldur og vísar til þess er hann var beðinn um að taka að sér formennsku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.