Skógræktarritið - 15.10.2020, Blaðsíða 85
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020 85
Jöðrunum má líkja við mörkin á milli
leirplatnanna í mósaíkmynd. Þeir eru
stundum skarpir, þegar litir platnanna eru
mjög mismunandi, stundum mildari. Það
fer síðan eftir því hversu nálægt myndinni
maður er hvort það eru einstakar plötur og
mörkin á milli þeirra eða heildarmyndin
sem maður sér.
Mósaík í tíma
Munur er þó á mósaíkmynd og náttúr-
unni. Mósaíkverk á veggjum og gólfum
bygginga eru óbreytt eftir aldir eða
árþúsundir. Ekkert í hinum lifandi hluta
náttúrunnar varir óbreytt svo lengi. Það
má því tala um mósaík í tíma ekki síður
en í rúmi. Á sjötíu árum breytist hálfdeigja
í ræktað tún, síðan í snarrótarbithaga og
loks í trjágarð. Á þúsund árum breytist
birkiskógur í graslendi, síðan lyngmóa,
svo illa gróinn þursaskeggsmóa og loks
í lerkiskóg eða aftur í birkiskóg. Á sama
Jaðrar
Jaðrar mynduðust, sem áður voru lítt
áberandi eða varla til. Þeir eru sumir langir
og línulaga eins og á milli gróðursetts
skógar og opins lands. Aðrir, t.d. umhverfis
þétt birkikjarr, eru hlykkjóttir (14. mynd).
Enn aðrir eru hringir umhverfis víðirunna
í mýri (15. mynd). Margt hefur verið
rannsakað og skrifað um hlutverk jaðra í
náttúrunni. Þeir eru mikilvægir mörgum
lífverum og kjörlendi sumra. Þeir sem eru
mest afgerandi eru jaðrar á milli skóglendis
og skóglauss lands. Á jöðrum hafa dýr val
um að flytja sig á milli, út á opna landið
til að sýna sig, finna maka eða afla fæðu;
inn í skóginn til að komast í skjól og fela
sig. Á Höfða er áberandi að rjúpur, hrossa-
gaukar, lóur, spóar, jaðrakanar og stelkar
notfæra sér jaðrana. Plöntutegundir sem
eru hálf-skuggþolnar nema gjarnan land
í jöðrum skóga og skóglauss lands, t.d.
blágresi og hrútaber (16. mynd).
19. mynd. Álftir á Hraungarðatjörn, sem lerkiskógur skýlir nú frá umferðinni á þjóðveginum í 100 m fjarlægð.
Mynd: ÞE