Skógræktarritið - 15.10.2020, Síða 86
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202086
var hún peningasóun því allir vissu að
ekki væri hægt að hafa arð af skógrækt á
Íslandi. Nú á dögum er hún ógn við útsýni,
fuglalíf og hvað það nú er annað því allir
vita að skógleysi er best fyrir náttúruna og
ekki síst fyrir ferðaþjónustuna.
Lýsingin hér að ofan um mósaíklands-
lagið á Höfða á við um öll svæði þar sem
verið er að rækta skóg. Alls staðar er
skóglaust land inni á milli með mismun-
andi eiginleikum og í misstórum skala.
Skógur skemmir ekki útsýni, hann bætir
útsýni með því að auka áferðarfjölbreytni
landslags (18. mynd). Skógrækt útrýmir
ekki mófuglum, hún bætir aðstæður þeirra
með nauðsynlegri beitarfriðun og myndun
jaðra. Skógrækt rýrir ekki líffjölbreytni,
þvert á móti eykur hún líffjölbreytni með
þeirri mósaík sem skapast (19. mynd).
Og ekkert gagnast betur við jarðvegs-
vernd og kolefnisbindingu en skógríkt
mósaíklandslag.
Höfundur: ÞRÖSTUR EYSTEINSSON
tíma breytist víði- og birkimýri í starmýri
og svo aftur í víði- og birkimýri. Því
lengra sem við förum aftur í tímann, því
fjölbreyttari er tímamósaíkin. Á 10.000
árum breytist jökull í sjávarbotn, síðan
fjöru, svo jökuláreyrar, þá einimóa, síðan
birkikjarr og smám saman birkiskóg. Síðan
tekur mósaík undir áhrifum manna við,
sem skapar misjafnar myndir eftir áherslum
samfélagsins á hverjum tíma.
Í framtíðinni má ætla að birkiskóg-
urinn á Höfða verði gisnari og breytist að
hluta í gras- og blómlendi. Lerkiskógurinn
verður felldur og greni, degli eða jafnvel eik
gróðursett í staðinn. Trjágarðurinn lendir
í órækt og duglegustu tegundirnar skyggja
hinar út. Breytingarnar halda áfram (17.
mynd).
Álit fólks
Í samfélagsumræðunni hafa verið
úrtöluraddir allt frá upphafi skógræktar
snemma á 20. öld. Í fyrstu var skógrækt af
sumum talin óttaleg vitleysa því allir vissu
að tré gætu ekki vaxið á Íslandi. Seinna
Heiðursáskrifendur skógræktarritsins
Höfuðborgarsvæðið
Johan Rönning hf
Moldarblandan - Gæðamold hf
Terra Efnaeyðing hf
Landsbyggðin
Bláskógabyggð
Hrunamannahreppur
Kaupfélag Skagfirðinga
Múlaþing
Skinney - Þinganes hf
Skógarbýlið Innra-Leiti
Skorradalshreppur
Snæfellsbær
Þorbjörn hf
Fjölbreytt úrval gæða heimilisvara
áreiðanleg & þekkt vörumerki, fyrir heimilin í landinu
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ HJÁ UMBOÐSMÖNNUM
ORMSSON UM LAND ALLT...
...EÐA Í VEFVERSLUN ORMSSON.IS
ÞAR ER ALLTAF OPIÐ!
LÁGMÚLA 8 - 530 2800
Opnunartímar
Virka daga kl. 10-18
Laugardaga kl. 11-15ormsson