Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 96

Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 96
SKÓGRÆKTARRITIÐ 202096 þessu og svo er þetta líka visst uppeldi. Maður er að kynna fólki skóginn og lífið í skóginum og hvað hann getur boðið upp á fyrir þá sem búa í nágrenninu.“ Eftir menntaskóla hleypti Sigríður Hrefna heimdraganum og hélt til Svíþjóðar til náms. „Það var bara einhver ævintýra- mennska. Ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór þannig að ég skráði mig í skóla þar sem var mikið lagt upp úr tölvunarfræði. Ég starfaði svo hjá Þekkingu í níu ár við rekstur tölvukerfa en var ekki alveg ánægð í því og langaði til að ná aftur betri tengingu við náttúruna þannig að ég skráði mig í skógfræði 2015 og kláraði 2018.“ Úttekt á reitum ungmennafélaga Lokaverkefni Sigríðar Hrefnu í skógfræði var könnun á trjáreitum ungmennafélaga um land allt en þau unnu mikið brautryðj- endastarf á þessu sviði á fyrstu áratugum síðustu aldar. Verkefnið var unnið að tilstuðlan Ungmennafélags Íslands og Skógræktarfélags Íslands í samstarfi við Landbúnaðarháskólann. „Ég bara stökk á þetta. Það var enginn annar sem gerði það,“ segir Sigríður Hrefna og hlær. ,,Mér fannst þetta bara svo frábært tækifæri til að fá að finna þessa reiti og skoða ástandið á þeim og fróðlegt í sögulegum skilningi,“ segir Sigríður Hrefna og bendir á að í árdaga ungmennafélaganna hafi starf þeirra náð til mun fleiri sviða en íþróttaiðkunar. Ræktun lands og lýðs var leiðarstefið sem þau unnu eftir og þar gegndi trjárækt mikilvægu hlutverki. „Það er í raun aðdáunarvert hvað þetta fólk var bjartsýnt. Það var greinilega mikil hugsjón að fólk hafi látið sér detta þetta í hug og gert eitthvað í málunum. Auðvitað voru nokkrir reitir sem voru ekki til lengur, höfðu ef til vill ekki verið nógu vel girtir. Þá hefur þeim verið misvel sinnt í gegnum tíðina. Oft fylgdu þessu einhverjir skilmálar. Ungmennafélögin fengu landbút, eignuðust ekki landið en meðan þau hirtu um reitinn stækka og skógurinn að gefa af sér afurðir. „Maður vill gjarnan skapa verðmæti úr þessu og ég hef verið með foreldrum mínum í því að saga niður snúrustaura, gera hrísgirðingar í kringum garðinn og þess háttar. Nú er klæðningarvélin hans Guðmundar Magnússonar komin norður og hann mælir helst með því að nota lerki í hana þannig að vélin er komin á réttan stað,“ segir Sigríður Hrefna og hlær. Þá hefur móðir hennar ræktað jólatré á hentugum stöðum í skóginum. „Hún hefur verið að dedúa við þær plöntur og býður fólki að koma og velja sér tré á haustin. Svo merkir hún trén og viku fyrir jól fara þau pabbi og ná í þau og keyra heim til fólks,“ segir Sigríður Hrefna. „Ég held að hún fái ekki hátt tímakaup fyrir þetta en hún fær náttúrulega mikla ánægju út úr Sigríður Hrefna Pálsdóttir, nýr formaður Skógræktar- félags Eyfirðinga. Mynd: EÖJ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.