Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 118

Skógræktarritið - 15.10.2020, Page 118
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2020118 stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956, verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1959 og prófi í byggingaverkfræði frá Danska tækni- háskólanum DTH árið 1962. Hann stundaði framhaldsnám við háskólann í Berkley í Kaliforníu og síðar bæði við DTH og Bath-háskóla á Englandi. Hann hóf störf sem verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins árið 1962, varð umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar á Norðurlandi vestra 1964-´65 og umdæmis- verkfræðingur á Suðurlandi og samhliða því deildarverkfræðingur vegadeildar frá 1966-´74. Hann var yfirverkfræðingur framkvæmdadeildar frá 1974 og forstjóri tæknideildar frá 1987. Jón Birgir varð aðstoðarvegamálastjóri 1. febrúar 1992, en var settur ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu síðla árs 1993 og hlaut skipun 1994, þar sem hann starfaði til ársins 2003. Hann varð stjórnarformaður Farice, félags um lagningu og rekstur fjarskipta- strengs til útlanda um nokkurt skeið, en síðar varð hann ráðgjafi og talsmaður fyrir erlend fyrirtæki, sem leggja og reka fjarskiptasæstrengi, enda var það honum mikið áhugamál að byggja upp tryggar og greiðar samgöngubrautir hinnar nýju upplýsingaaldar til og frá landinu. Jafnframt var hann til ráðgjafar um uppsetningu alþjóðlegra gagnavera hér á landi. Jón Birgir sat í Umferðarráði frá stofnun þess árið 1968 til ársins 1975 og í framkvæmdanefnd Umferðarráðs 1973-´75. Hann var formaður hafnarráðs 1995-2002 og formaður siglingaráðs 1996-´97 og formaður almannavarnaráðs 2003-´04. Hann sat í stjórn Verkfræðinga- félags Íslands 1979-´81. Jón Birgir var félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi og í æðstu stjórn hennar um árabil. Við þetta má svo bæta, að Jón Birgir lét til sín taka í skógræktarmálum á ýmsan hátt. Var t.d. formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur 1979-´87. Allir sem til þekkja hávaxinn skóg. Og eigandans beið ærið grisjunarstarf. En hann lét ekki deigan síga. Þegar hann hafði lokið gróðursetningu í eigið land tók hann landið utan marka sinna í fóstur og gróðursetti þar með leyfi landeiganda. Allt var snyrtilegt sem hann gerði. Grisjaði skóginn og kvistaði upp. Hann var sístarfandi og tiplaði léttfættur um með verkfæri í hönd. Eins og áður er sagt urðum við Jón Birgir nágrannar. Vegurinn, hraunbrúnin og uppsprettur undan hrauninu skildu okkur að. Samskipti okkar voru lítil framan af, en urðu meiri er frá leið og báðir höfðu rýmri tíma. Þá kom hann oft til mín. Við settumst inn, ævinlega í sömu sætin í hornsófanum, sitt á hvorn enda, með hvítt hringborð á milli okkar og fengum okkur kaffisopa. Ræddum saman um margvísleg efni, oft í langan tíma. Frá mér var stutt í eldhúskrókinn og kaffikönnuna. Á köldum haustdögum snarkaði í arninum og gerði stundina notalega. Síðastliðin ár hefur samverustundum fækkað, en í staðinn töluðum við af og til saman í síma og sendum hvor öðrum tölvupóst. Ferðum hans í bústaðinn fækkaði, eftir að eiginkona hans veiktist. Það var því óvænt ánægja að mæta honum við hliðslána, sem við settum upp fyrir tólf árum og lokar af sumarhúsalöndin. Ég var að koma en hann að fara. Við lögðum bílunum hlið við hlið, og töluðum saman góða stund. Hann var eins og áður fullur áhuga og áforma um framtíðina, glaður og hress. En hann þurfti að hraða sér heim. Í ljós kom að þetta var síðasta ferð hans í sumarbústaðinn. Nokkrum dögum seinna frétti ég andlát hans. Yngsti sonur hans, Kristinn Karl, kom svo til mín í Nautavakir og greindi mér að tildrögunum að dauða hans. Hann hafði fengið blóðtappa í höfuðið. Jón Birgir fæddist 23. apríl 1936 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jón Sigursveinn Benjamínsson og kona hans Kristín Karólína Jónsdóttir. Hann lauk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.