Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 2
BLINDRABÓKASAFN ÍSLANDS
ÞJÓNUSTA VIÐ FR AMH ALDSSKÓL ANEM A:
Kennarar!
Lestregir nemendur eiga rétt á að fá námsbækurnar á snældum hjá
Blindrabókasafni. Þjónustan er einstaklingsbundin og ókeypis.
Fylgist með hvar skórinn kreppir hjá nemendum ykkar og bendið
þeim á Blindrabókasafn, því það getur skipt sköpum fyrir lestrega
nemendur að fá námsefnið á réttum miðli.
Hljóðritunarþjónustuna þarf að panta með góðum fyrirvara.
Blindrabókasafnið
Digranesvegi 5 - 1. hæð
200 Kópavogur
Námsbókadeild
Sími: 91-644229 • 91-644222
STUNDIMYNTSAFNINU
íslensk mynt og seðlar, íslenskir vöruseðlar
og brauðpeningar, minnispeningar,
heiðursmerki, orður
- erlend mynt sem tengist íslenskri sögu.
Myntir hafa verið slegnar síðan á 8. öld f.Kr. og
eru meðal frumheimilda um menningar- og verslunar-
sögu fyrri alda. í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminja-
safns eru nú um sextán þúsund myntir.
Stofninn i myntsafninu er íslensk mynt og seðlar
og erlendir peningar frá fyrri öldum. Meðal sýningar-
efnis eru peningaseðlar frá 18. öld, sem heimilt var að
nota hér á landi og síðan allar gerðir innlendra seðla
frá upphafi íslenskrar seðlaútgáfu árið 1886.
Safn af skemmtilegum fróðleik.
Opið virka daga á skrifstofutíma og á sunnu-
dögum kl. 14-16.
Sérfræðingur er til leiðsagnar. Aðgangur ókeypis.
MYNTSAFN
Seðlabanka og Þjóðminjasafns
Einholti 4 Reykjavík Sími 69 99 64