Ný menntamál - 01.06.1994, Side 5

Ný menntamál - 01.06.1994, Side 5
I greinargerð með nýju lagafrumvarpi um framhaldsskóla má finna mikið lofum sjálft frumvarpið. Því er haldið fram að með frumvarpinu sé ífyrsta sinn mörkuð skýr stefna um framhaldsskólastigið og að megináherslan sé lögð á starfsnám og um það megi finna stefnumótandi ákvœði. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa þó sagt að þar sé ekkert nýtt um starfsmenntun. Aðeins sé verið að breyta um nöfn. Frumkvæði sem áður átti að vera hjá iðnfrœðsluráði og fræðslunefndum fœrist yfir til nýrra aðila; samstarfs- nefndar um starfsnám og starfsgreinaráða. Hugmyndir um samsetningu nefndanna koma frá nágranna- löndum okkar. I rabbinu nú er varað við reynslunni þaðan. Þó sýna megi fram á að þar Ijúki margir nemendur starfsnámi er ekki þar með sagt að námið konii að miklu gagni. Margir hafa af því áhyggjur að mun færri nemendur ljúka starfsnámi hér á landi en í nágrannalöndunum. Þótt þessi samanburður virðist íslend- ingum óhagstæður segir hann ekkert um gæði menntunar. Til þess eru aðstæð- ur íslenskra nemenda og jafnaldra þeirra í útlöndum of ólíkar. í nágrannalöndunum er reglan sú að skólanemendur fái ekki reynslu af atvinnulífi fyrr en á þrítugsaldri. Að loknu almennu námi er svo ekki óalgengt að við ungu fólki blasi ekkert nema atvinnuleysið. Við þessar aðstæður hafa afmarkaðar starfsbrautir opnað möguleika til atvinnuþátttöku í tilgreindum starfsgreinum auk þess sem skólinn hefur veitt nemendum nokkurt skjól fyrir atvinnuleysi. Á íslandi er reglan hins vegar sú að jafnvel strax á barnsaldri hefjast kynni af launavinnu. Hér hefur viðvarandi atvinnuleysi auk þess verið óþekkt og nem- endur sem gengur hægt í námi hlýða kalli atvinnulífsins. Skólinn hefur þannig ekki veitt skjól í samkeppnissamfélaginu í sama mæli og gerist í nágrannalönd- um. Þeir sömu og hafa áhyggjur af litlum áhuga íslenskra ungmenna á starfsnámi benda á að hér sé of mikil ásókn í hefðbundið bóknám á framhaldsskólastigi. Sú almenna menntun sem í því felst nýtist þó oft í mörgum greinum og og gerir fólk hæfara til að fást við ólík viðfangsefni. Góð almenn menntun gerir fólki ekki einungis fært að tileinka sér nýjungar heldur eykur hún líka hæfni manna til að hafa áhrif á eigið umhverfi. í því máli skiptir ekki sköpum hvort fólk ljúki fyrirfram skilgreindum námsbrautum. Á meðan unglingar nágrannalandanna hafa þurft að læra vinnubrögð í skólum hafa íslendingar lært þau á vinnustað og getað nýtt skólanám til almennrar menntunar. í allri menntun þarf að taka tillit til atvinnulífsins. í stefnumörkun á öllum skólastigum þarf að huga að tengslum við atvinnulíf. Sértækar starfsnáms- brautir hafa engan æðri rétt í þeim efnum. Nú þegar margt bendir til að atvinnuleysi geti orðið viðvarandi hér á landi sjá margir í þeim leið úr vandan- um. Hér er ástæða til að fara sér hægt. Við höfum hingað til lagt áherslu á almennt undirstöðunám og það hefur farið saman við lítið atvinnuleysi. I nágrannalöndunum hefur verið lögð áhersla á sértækar starfsnámsbrautir og þar hefur atvinnuleysi verið óviðunandi. Það er ekki ástæða til að ætla að námsfyrirkomulag nágrannalandanna leysi vandann hér á landi fremur en þar. 5

x

Ný menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.