Ný menntamál - 01.06.1994, Side 10

Ný menntamál - 01.06.1994, Side 10
C ) getur riðið baggamuninn um hvort skóli eða kennari ráði við að hafa seinfæran eða fatlaðan nemanda eða hvort honum er vísað í sérskóla eða sérdeild. Úti á landi varðar þetta framtíð fjölskyldna og jafnvel byggðarlaga þar eð vísun fatlaðs nemanda frá sínum heimaskóla getur haft í för með sér flutning fjölskyld- unnar á mölina til frambúðar. Stuðningur þarf að koma frá utanaðkomandi aðilum en skólinn þarf einn- ig að byggja hann inn í sitt starf. Skólar fá ráðgjöf fyrst og fremst frá fræðsluskrifstof- um, einkum sálfræðideildum og kennslufræðideildum þeirra. Ráðgjöfin felur í sér mat á námshæfni og sam- skiptum nemenda með sérþarfir og tillögur um kennslutilhögun og annað skólastarf. Auk þess sam- hæfa fræðsluskrifstofur ráðgjafarþjónustu margra rík- isstofnana svo sem frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, ráðgefandi sérskólum, Unglingaheimili ríkis- ins, Barna- og unglingageðdeild og heilsugæslustöðv- um. Þessa þjónustu þyrfti að veita sem mest í skólunum sjálfum til þess að minnka fyrirhöfn og tilkostnað heimilanna. Fræðsluskrifstofa er því í hlutverki móð- urstöðvar fyrir skóla umdæmisins og mikilvægt að við flutning grunnskóla til sveitarfélaga verði skrifstofurn- ar fluttar með eða að annar sambærilegur aðili taki við verkefnum þeirra. Með stuðningi innan skólans er átt við kerfi sem skólinn sjálfur setur upp til þess að styðja og styrkja kennara í því að koma til móts við þarfir allra nem- enda. Skólastjórinn ætti að leiða slíkt starf. Hópur eins og nemendaverndarráð gæti verið honum til aðstoðar og auk þess haft það hlutverk að kanna hvort náms- efni, námsgögn og kennsluaðferðir henti öllum nem- endum. En það sem skiptir meginmáli varðandi það hvernig almennum grunnskóla gengur að hvetja sein- færa nemendur til átaka sem leiða til árangurs eru sameiginleg viðhorf og áhugasamt samstarf kennar- anna.14 Sumar starfsaðferðir kenndar við altæka gæða- stjórnun gætu gagnast skólum í þessum tilgangi.15 Vinna með foreldrum Þótt á því séu margar góðar undantekningar eru kennarar almennt óöruggir um hvernig koma megi á og viðhalda nánu samstarfi við foreldra, ekki síst for- eldra barna sem gengur illa eða eru erfið í skóla. Þetta er ekki séríslenskt vandamál og að mörgu leyti skiljan- legt þar eð óljós markalína um ábyrgð á velferð og þróun barnsins ýtir undir óöryggi beggja aðila. Skólinn hefur auk þess það hlutverk að leggja mat á nemendur og eru foreldrar skiljanlega viðkvæmir fyrir því. Mis- munandi skilningur og væntingar sem mótast af ólíkri stöðu og tengslum við barnið skapa oft ginnungagap á milli þessara tveggja mikilvægustu aðila í námi þess.16 Skólinn vill fá að sinna tilætluðu hlutverki sínu án of mikilla afskipta þeirra sem ekki bera þar beina ábyrgð 10 og flestir foreldrar, sem hafa yfirleitt nóg annað að gera, telja að honum sé vel treystandi til þess. Margir foreldrar barna með sérþarfir voru sjálfir ekki ánægðir í skóla eða upplifðu jafnvel að skólinn væri þeim and- snúinn. Þeir eru ekki líklegir til þess að sækjast eftir samstarfi þótt um allt annan skóla sé að ræða en þann sem þeir sjálfir sóttu. En þótt ástæðurnar séu í flestum tilvikum ekki svo áþreifanlegar eru margir foreldrar og kennarar ekki alveg rólegir í návist hvers annars. Sam- starf við foreldra getur einnig verið feikilega tímafrekt fyrir kennara, ef vel á að vera, og kjarasamningar gera ekki ráð fyrir því. Engu að síður er nú nokkur vakning meðal foreldra um hluverk sitt í skólamálum.17 Þegar samstarf skóla og heimila eflist þurfa foreldrar að forðast að stilla sér upp sem varðhundum eða stjórnarandstöðu gagnvart skólum. Því er sú þróun ekki alfarið jákvæð að for- eldra- og kennarafélög, þar sem fulltrúar kennara og skólastjórnar sitja í félagsstjórn ásamt með foreldrum, eru í auknum mæli að breytast í hreinræktuð foreldra- félög. Aðhald sem foreldrar geta veitt og eiga að veita skólum í starfi þeirra þarf að spretta upp úr þekkingu á og virðingu fyrir starfi skólanna. Slíkt mótast best í náinni samvinnu við þá. Eitt af því fáa sem slá má föstu í menntamálum, ef dæma má af fyrirliggjandi rannsóknum, er að nám

x

Ný menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.