Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 11

Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 11
barna gengur betur ef foreldrar og kennarar leggjast á eitt um að styðja þau. Þess vegna þurfa kennarar að fá góða þjálfun í því að vinna náið með foreldrum, eink- um foreldrum barna sem eiga í erfiðleikum. Þetta efni þarf að skipa mikilvægari sess í grunnnámi jafnt sem endurmenntun kennara en það gerir í dag. Kjarni málsins Kjarninn í því sem gera þarf fyrir þá alltof mörgu nemendur sem missa sjálfstraust í námi og „nýta sér ekki tilboð skólans“ er að veita þeim stuðning. Þá er gengið út frá því að fleira skipti sköpum í námsfram- vindu en greindin ein. Þótt þroski setji námshæfni efri mörk á hverjum tíma er ekki siðferðilega rétt, þrátt fyrir sparnað, að láta þroskastig ráða því hversu mik- inn og góðan stuðning nemendur fá. Með réttum að- búnaði og aðstoð er mögulegt að hjálpa allflestum til þess að njóta hæfni sinnar, hver svo sem hún er. Stund- um kostar stuðningur peninga en hann borgar sig að líkindum þegar til lengri tíma er litið. Stuðningur í þessum skilningi er allar þær aðgerðir og viðmót sem lagar námið að forsendum nemandans og lætur hann finna að einhver hafi metnað fyrir hans hönd og traust á því að hann geti náð árangri. Stuðn- ingur í námi felur í sér virðingu, hvatningu, leiðbein- ingu, kröfur og von fyrir hönd nemandans. Hann felur í sér raunhæfa aðstoð og er því annað og meira en velvildin ein. Hann merkir meðal annars að fela fólki ábyrgð á eigin málum og styðja það í því að ná sínum markmiðum. Vonandi verða slík gildi ávallt höfð að leiðarljósi við endurskoðun á íslenska grunnskólanum. Andstæðan er afskiptaleysi, útilokun og niðurlæging, að setja almenn og óviðeigandi skilyrði, hvetja til ójafnrar samkeppni og dæma frammistöðu eingöngu eftir fyrirfram ákveðnum reglum eða skoðunum sem ekki taka tillit til hæfni eða áhuga sem nemandinn sýnir. Vonandi tekst okkur að komast hjá slíku. Það er útbreiddur misskilningur að mannúðleg við- horf af þessu tagi feli nauðsynlega í sér litlar kröfur og undanlátssemi. Islenski grunnskólinn þarf nú sem aldrei fyrr að gera auknar kröfur til sjálfs sín og nem- enda sinna, ekki síst að því er varðar góða nýtingu á vinnutíma. En þótt nauðsynlegt sé að ítreka almennar lágmarkskröfur þarf hver einstaklingur að geta unnið við álag sem hæfir honum. Það er hluti af fagmennsku kennarans að meta með nemendum sínum hvað þeim dugar best að þessu leyti. Þær kröfur sem kennarinn gerir til sjálfs sín og sú virðing sem hann ber fyrir starfi sínu hefur þó að líkindum mest áhrif á nemendur. I slíkri fyrirmynd felast ekki einungis kröfur heldur jafn- framt leiðbeining. í krepputíð er hætta á að sparnaður og hagræðing valdi því að allt að þriðjungur nemenda sem síst mega við því fái takmarkaðri stuðning í námi eða einangrist c I meira félagslega og námslega en áður. Þegar þær tilætl- anir bætast við að almennir skólar taki við fötluðum nemendum reynir á hugkvæmni þeirra í viðbrögðum. Áherslubreytingar í þá átt að skólar reyni að veita öllum nemendum nauðsynlegan stuðning í blönduðum bekkjum fremur en að skipta hópnum eftir námsgetu krefst meiri samvinnu starfsfólksins innbyrðis og við nemendur, foreldra og utanaðkomandi ráðgjafa. Til þess þarf viðvera kennara að lengjast og skólastjórn að skipuleggja starf þeirra í meira mæli en nú er auk þess sem auka þarf til muna hlutdeild foreldra í námi barna sinna. 1 Grant 1991. 2 Hegarty 1992. 3 Grant 1991 hefur þetta eftir Dr. Federico Mayor, framkvæmdastjóra UN- ESCO. 4 Mittler 1993. 5 Skýrsla um sérkennslukönnun í leikskólum, grunnskólum og framhalds- skólum árið 1990. 6 Samræmd lokapróf í grunnskóla vorið 1991. Nýrri gögn hafa ekki verið gefin út. 7 Ný grunnskólalög eru nú fram komin á breska þinginu. 11 Ein af niðurstöðum sérkennslurannsóknarinnar sem að ofan er getið var sterk jákvæð fylgni milli yfirvinnu kennara og fjölda nemenda sem þeir töldu að þyrftu aukastuðning. 12 Sjá t.d. Marchesi 1991 13 Fóstrur ákváðu á hinn bóginn fyrir fáum árum síðan að einbeita sér að því að bæta fyrst innra starf leikskóla og dagvista undir merkjum altækrar gæða- stjórnunar og hafa nú þegar uppskorið bæði bættan starfsanda og bætt kjör. 14 Marchesi 1991. 15 Sjá t.d. Sherr og Teeter 1991. 16 Laursen (1987) hefur bent á að líta megi á barnið sem eins konar leiðara eða sendiboða á milli þessara tveggja félagskerfa og geti það valdið barninu miklu álagi. Þegar samskipti á milli skóla og heimilis eru erfið sé hætta á að litið sé á barnið sem mögulegan uppljóstrara á báða bóga. 17 Hrólfur Kjartansson 1992. Heimildir Gerður G. Óskarsdóttir. 1992. Hvað mæla grunnskólaprófin? Sálfrœðiritið - Tímarit Sálfrœðingafélags íslands, 3. 9-14. Grant, J. 1991. State of the World’s Children. Oxford, UNESCO og Oxford University Press. Hegarty, S. 1992. Educating Children and Young People with Disabilities. Principles and the Review of Practice. UNESCO. Hrólfur Kjartansson. 1992. Þróun og framtíð foreldrafélaga við grunnskóla. Uppeldi og menntun 1. (1): 136-146. Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg A. Jónsdóttir. 1992. Námsferill í framhalds- skóla. Reykjavík, Félagsvísindastofnun Háskóla íslands. Laursen, V. 1979. Familiesystemet - skolesystemet og ber0ringsfladen imellem dem. Kristiansen, B.B. ogCornelius, H. „...isamarbejdemedforœldrene.. Kpbenhavn, Forum. Marchesi, A., Echelda A, G., Martin, E., Bavío, M. & Galan, M. 1991. Assessment of the integration project in Spain. European Journal ofSpecial Needs Education. 6,3. Skýrsla um sérkennslukönnun í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum árið 1990. Menntamálaráðuneytið, skólamálaskrifstofa. 1992. Mittler, P. 1993. Political and Legislative Conditions for the Successful Educa- tion of Children with Special Educational Needs. Erindi á alþjóðlegri ráð- stefnu um fötlun og vitsmuni. Catania, Sikiley. Samrœmd lokapróf í grunnskóla vorið 1991. Menntamálaráðuneytið, skóla- málaskrifstofa, 1992. Sherr, L. A. og Teeter, D. J. (ritstj.) 1991. Total Quality Management in Higher Education. San Fransisco, Jossey-Bass. Gretar Marinósson er dósent við Kennaraháskóla íslands. 11

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.