Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 14
NÝ MENNTAMÁL 2. tbl. 12. árg. 1994
c
Ólöf Helga Þór
Sorgin í skólanum
Eru kennarar ístakk búnir að styðja nemanda ísorg?
Viljaforeldrar aðstoð kennara ísorgarúrvinnslu barns-
ins þeirra? Hvernig komum við fram við syrgjendur?
Forðumst við syrgjanda af því við vitum ékki hvað við
eigum að segja? Ekki eru til einhlít svör við ofanrituð-
um spurningum. Við verðum að svarafyrir okkur sjálf,
viðurkenna óöryggi okkar og vanmátt gagnvart dauð-
anum sjálfum. Þarfir foreldra og geta kennara sem
sálusorgara, er einstaklingsbundin. Eina ráðið til að
ofangreindir aðilar eigi möguleika á að nálgast svar er
að hver og einn líti í eigin barm, sýni gagnkvœma virð-
ingu og geti talað saman af einlœgni og einurð.
ið upphaf þessarar aldar ólst æskan upp í
nánum tengslum við náttúruna. Hringrás
lífsins með upphaf og endi: fæðingu og
dauða var reynsluheimur hennar. En nú
við lok aldarinnar hafa uppeldisskilyrðin gjörbreyst.
Flest börn alast upp í borgum og bæjum, nálægðin við
náttúruna er lítil. Börnin fara í dagsferð í heimsókn í
sveitina til að sjá algengustu húsdýrin. Á sjúkrahúsum
fæðumst við og deyjum. Dauði þess sem er barni kært,
eins og heimaalningsins eða hundsins er því ekki leng-
ur algeng lífsreynsla. Meðalaldur íslendinga er hár og
blessunarlega er tíðni ungbarnadauða ein sú lægsta í
heiminum. Dauði ástvinar er nú lífsreynsla fárra
barna.
„Við íslendingar berum harm okkar í hljóði“ og
„berum ekki tilfínningar okkar á torg“
Þessi orð hafa verið höfð að leiðarljósi meðal þjóðar-
innar það sem af er öldinni. En til forna syrgði kappinn
Egill og gafst nærri upp fyrir sonarmissinum, beindi þó
sorg sinni í farveg skáldsins með því að yrkja Sonator-
rek.
Sem betur fer eru margir íslendingar í þeim sporum
að missa ekki fyrsta ættingja sinn fyrr en þeir eru
komnir vel á þrítugsaldur og jafnvel síðar. Tilfinninga-
viðbrögð fullorðinna við endanleika dauðans verður
oft að örvæntingarfullri lífsreynslu því börnin eru
vernduð fyrir sársauka og örvæntingu. Dauðinn er því
tabú sem við forðumst að hugsa um fyrr en hann skell-
ur á með öllum sínum þunga.
Meðferðaraðilar, geðlæknar, sálfræðingar ogfélags-
ráðgjafar hafa orðið þess áskynja í viðtalsmeðferðum
sínum síðastliðin fimmtíu ár að áföll á borð við dauða
náins ástvinar getur orsakað tilfinningalega erfiðleika
hjá einstaklingi mörgum árum eftir að áfallið sjálft átti
sér stað. Því hafa fræðimenn rannsakað líkamleg, and-
leg og tilfinningaleg viðbrögð syrgjenda og sett fram
kenningar um sorgarferlið. í upphafi rannsóknanna
var talið að manneskjan væri um sex mánuði að vinna
úr sorgarreynslu sinni. Nú er talið eðlilegt að mann-
eskjan sé um tvö ár að ná aftur tilfinningalegri ró.
Háskólar víða erlendis bjóða nemendum sínum
kennslu í því „hvernig er að deyja“ og „hvað er dauði“
með það að markmiði að búa nútíma einstakling í
14