Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 15

Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 15
zf ^ J-L/g gœti nefnt hér mörg dœmi til eftirbreytni um framkomu kennara þar sem foreldri eða unglingur sögðu frá ómetanlegri hjálpsemi á erfiðleikatímum fjölskyldu og því miður einnig hvernig vanþekking og fordómar kennara gerði fjölskyldu í sorg erfiðara fyrir. vestrænni menningu undir eigin dauða eða náins ást- vinar. í ljósi breyttra þjóðfélagshátta er tímabært að kennarar og aðrir uppalendur gefi sér tíma til að fræð- ast um sorgina. Ég tel að margir kennarar þurfi á leiðbeiningu að halda ef nemandi missir náinn ættingja eða nemanda í skólanum. Fræðimenn hafa sett fram mismunandi kenningar um sorgarferlið, talað er um stig, tímabil og verkefni sorgarinnar. í reynd eru þeir að flokka sömu tilfinn- ingalegu viðbrögðin á ólíkan hátt. Stig og tímabil sorg- ar felur í sér ferli sem syrgjandinn fer í gegnum á ákveðnu tímabili og eftir ákveðinni röð. En verkefni sorgar felur í sér eigin virkni syrgjandans . Colin Mary Parkes breskur geðlæknir skiptir sorgar- ferlinu í eftirfarandi fjögur tímabil: 1. Doði / lost tilfinningaleysi og afneitun á staðreynd- um missisins. 2. Söknuður, afneitun og reiði. 3. Upplausn örvænting og vanmáttur. 4. Enduruppbygging. Einstaklingurinn verður að fá útrás tilfinninganna og ljúka hverju tímabili fyrir sig. Þó eru alltaf bakslög en þau verða ekki eins sársaukafull er lengra líður frá missi. Parkes telur að ekki sé óalgengt að sorgarúr- vinnslan taki um tvö ár. Það fari þó eftir nokkrum áhrifaþáttum hvort um lengri eða skemmri tíma sé að ræða. Algeng viðbrögð barna og unglinga við missi náins ástvinar (foreldris eða systkinis) Niðurstöður rannsókna benda til að sorgarviðbrögð barna séu meðal annars háð aldri, þroska og mikilvægi hins látna í lífi barnsins. Hvernig börn bregðast við missi er einstaklingsbundið. Það er ekki til neitt eitt sorgarferli eða ein „rétt“ sorgarúrvinnsla. Mikilvægast af öllu er að börn geti fengið útrás fyrir tilfinningar sínar. En ekki er hægt að búast við merkjanlegri útrás fyrstu vikurnar og jafnvel mánuði frá missi. Sum börn kjósa að tjá tilfinningarnar innan veggja heimilisins, önnur fá útrás í skólanum í formi leiks með jafnöldr- um, skrifum ljóða eða sagna, teikningum, eða með því að deila sorg sinni með kennaranum. Lamb er fœtt Lamb er fœtt — svart og lítið undrandi skjögrar það í grasinu en bak við vegginn liggur lambsins litli hvíti bróðir svo líflaus og smágerður með augað opið kyrrt Aldrei getur þú hugsað þér nokkuð meira kyrrt og ég jarða litla bróður og lœt moldina hrynja niður á mjúka hrokkna skinnið og yfir augað breiði ég lauf því að hann gleymdi að loka því 15

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.