Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 19
NY MENNTAMÁL 2. tbl. 12. árg. 1994
c
Björn Bergsson
Að vinna
með sorgarferlið
í félagsfræðikennslu
„Segðu mér það
ég gleymi því.
Sýndu mér það
ég man það.
Leyfðu mér að fást við það
þá mun ég skilja það. “
(Kínverskt máltæki)
itt af viðfangsefnunum áfangans FÉL 303
eins og hann er kenndur í MH er sjálfsvíg.
Það er m.a. vegna þess að E. Durkheim
(einn af brautryðjendum félagsfræðinnar),
sem gerði rannsókn á þeim á sínum tíma, komst m.a.
að þeirri niðurstöðu að slík hegðun mótaðist af samfé-
laginu eins og flest önnur mannleg hegðun. Því má í
raun segja að tilfinningaleg vandamál fólks hafi verið
viðfangsefni félagsfræðinnar frá upphafi. Reyndar er
það félagslega ákvarðað hvaða tilfinningar við megum
sýna og hvernig við megum sýna þær.
Engu að síður vafðist það mjög fyrir mér hvað Gerð-
ur Óskarsdóttir kennslustjóri í uppeldisfræðum við HÍ
var að tala um þegar hún var að aðstoða kennara við
MH við að breyta umsjónarkerfinu vorið 1986 og lagði
ríka áherslu á að við hlustuðum eftir tilfinningum um-
sjónarnemenda okkar, einkum í einkaviðtölum.
Með aukinni reynslu við að kenna áfangana FÉL
203, FÉL 303 og einnig í að taka þessi viðtöl opnuðust
eyru mín fyrir þessum tilfinningum. Þegar ég ræddi við
núverandi umsjónarhóp minn í einkaviðtölum á þeirra
fyrstu önn varð ég var við mikinn sársauka. Sumir
nemendanna áttu við erfið tilfinningaleg vandamál að
stríða s.s. vegna þess að þeir höfðu nýlega misst for-
eldri, afa eða ömmu eða vegna skilnaðar foreldra. Slíkt
hlýtur að hafa áhrif á frammistöðu þeirra í skólanum
þar sem ljóst er að okkur gengur betur að læra ef okkur
líður vel.
Um hvað snýst málið?
Samfélagið hefur breyst mjög mikið á undanförnum
árum m.a. með aukinni vinnu kvenna utan heimilis og
svo því að feður ungra barna vinna lengstan vinnudag
af karlmönnum hér á landi. Af þessu tvennu leiðir að
samverustundir fjölskyldunnar verða sífellt færri. Þar
með hlýtur skólinn að verða í auknum mæli að sinna
alhliða þroska nemandans. Skólinn á ekki aðeins að
hlúa að vitsmuna- og líkamlegum þroska nemenda
sinna heldur einnig að þroska fagurskyns, siðgæðis-,
tilfinninga- og félagsþroska.
Ég er hér ekki aðeins að tala um leikskóla og grunn-
skóla heldur einnig framhaldsskóla. A öllum þessum
skólastigum eru nemendur að þroskast. Það er mikil-
vægt að á öllum þessum skólastigum sé stuðlað að þeim
þroska. í þjóðfélagi þar sem foreldrar barna og ungl-
inga eru vinnuþjakaðir tel ég að skólinn sé best til þess
hæfur að leggja rækt við þennan þroska.
Ég tel að framhaldsskólar gegni í dag fleiri hlutverk-
19