Ný menntamál - 01.06.1994, Side 22
C )
dögun (samtök um sorg og sorgarviðbrögð) og síma
Rauðakrosshússins.
Ég hef einnig unnið með þetta verkefni í öldunga-
deild. Mér finnst ekki mikill munur á öldungum og
nemendum dagskólans nema ef vera skyldi að mér
finnst nemendur öldungadeildar oft verr staddir í sinni
úrvinnslu á sorginni en nemendur dagskólans. Þegar
ég varð var við að þeir nemendur sem ekki gátu mætt í
tímann þar sem verkefnið var unnið báðu um að fá að
vinna það heima og skila í hólfið mitt (þ.e.a.s. þau
virtust finna hjá sér þörf til að vinna verkefnið) ákvað
ég að láta p-nemendur mína í Fél 203 vinna þetta
verkefni einnig. Ég minnist þess ekki að neinn hafi
neitað að vinna sorgarverkefnið í núverandi mynd. Ef
það kæmi upp myndi ég að sjálfsögðu ekki neyða hann
til þess.
Verkefni - sorgarferlið
(sjá kafla 1 og 2 í Félagsfræði II eftir Ian Robertson).
ATH. Trúnaður milli nem. og kenn.
Veldu annað hvort (a) eða (b);
(a) Lýstu í stuttu máli hvernig þú brást við (þ.e.a.s.
tiifinningum) tilteknum „missi“; t.d. ástarsorg,
skilnaði foreldra, því að flytjast frá fæðingarstað,
dauðsfalli ástvinar eða gæludýrs. Berðu síðan við-
brögð þín saman við sorgarferlið að neðan t.v. eða
ferli E. Kiibler-Ross t.h.
1. stig þrá og mótlæti
2. stig von
3. stig afneitun
4. stig reiði (ásakanir)
5. stig vonbrigði
6. stig örvænting
7. stig sátt.
(b) sagan af táningnum:
Ég er með A en er núna orðin hrifin(n) af B og veit
ekki hvernig ég á að segja A það. Ég held að A verði
mjög leið(ur) ef ég segi henni/honum upp. Ég þekki
systur A, ætti ég að segja henni þetta? Sjálf(ur) held ég
að best sé að segja ekki neitt. Byrja bara með B þá
kemst A að þessu sjálf(ur) smám saman.
Hvaða ráð gefur þú sem stelpa þessum strák?
Hvaða ráð gefur þú sem strákur þessari stelpu?
Hvers vegna (rökstuðningur með tilvísan í sorgarferl-
ið)?
Það má e.t.v. segja að boðskapur minn til nemenda
minna sé þrennskonar; í fyrsta Iagi að það sé erfitt verk
að vinna sig út úr sorginni sem enginn getur unnið fyrir
þig. í öðru lagi að þau skuli ekki hræðast þær tilfinning-
ar sem upp kunni að koma því allar tilfinningar eigi rétt
á sér. Það sé hinsvegar ekki sama hvernig við bregð-
umst við þeim. I þriðja lagi að við bregðumst oft svipað
við sorginni sbr. sorgarferlið.
Hvað vil ég sjá gerast?
Nú gæti einhver spurt sem svo: „þar sem við höfum
hér mjög öfluga námsráðgjöf í framhaldsskólum lands-
ins er þá ekki nóg að láta hana glíma við þessi vanda-
mál? Er virkilega þörf á því að hinn almenni kennari sé
að paufast með þetta inni í sinni eigin kennslu?“
Eg tel að tilfinningaleg vandamál nemenda fram-
haldsskóla komi kennurum við sbr. skilning minn á
hugtakinu menntun í upphafi greinarinnar.
Ég vildi því gjarnan sjá eftirfarandi þróun í framhaldi
af umræðunni hér í Nýjwn menntamálum, án þess þó
að ímynda mér að við kennararnir förum að leysa
tilfinningaleg vandamál nemenda fyrir þá eða að bera
ábyrgð á lífi þeirra:
1. fleiri en félagsfræði- og sálfræðikennarar hyggi að
því hvort þeir geti ekki komið á umræðum um til-
finningar, s.s. kennarar í bókmenntaáföngum allra
tungumála.
2. stjórnendur framhaldsskólanna athugi í samráði við
námsráðgjafa skólans hvort kalla eigi á sérfræðinga
til að ræða við nemendur skólans um þessi mál eins
og einu sinni var gert í MS.
3. námsráðgjafar skólans komi með tillögur um
hvernig almennir kennarar geti gert það að mikil-
vœgum þætti í skólastarfinum að sinna tilfinningum
og tilfinningalegum vandamálum nemenda. Ég legg
til að haldin verði námskeið fyrir þá kennara sem
það vilja um hvernig þeir geti rætt um tilfinningar í
sinni kennslu og að umsjónarkerfinu verði breytt
þannig að þar sé meiri rækt lögð við tilfinningar
nemenda og umræðu um þær t.d. með því að um-
sjónarkennari kalli umsjónarnemendur sína í einka-
viðtal einu sinni á önn.
Þótt okkur Helgu Sigurjónsdóttur, kennara í MK,
hafi greint á um ýmislegt í skólapólitískri umræðu að
undanförnu vil ég leyfa mér að vitna hér í grein hennar
Frelsi og ábyrgð sem birtist í Mbl. 14. nóv. 1991. Þar
segir hún m.a. „Skóli verður því aðeins góður að inn í
hann verði veitt þeirri hlýju sem kemur frá mannlegu
hjarta. Þeirri hlýju og þeim kærleika sem gefur öllu líf.
Allar umbætur í skólum og öðrum stofnunum sem ekki
hvíla á þessum grunni eru dæmdar til þess að mistak-
ast.“
Björn Bergsson er kennari við
Menntaskólann við Hamrahlíð.
1. stig afneitun
2. stig reiði
3. stig samningaumleitan
4. stig þunglyndi
5. stig sátt.
22