Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 23

Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 23
NÝ MENNTAMÁL 2. tbl. 12. árg. 1994 Guðrún Jónsdóttir V_______________________J Getum við lært af þróunarstarfinu á Askerova? ún læðist yfir gólfið og nælir sér í bók úr bóka- hillunni. Hún heitir Viktoria og er einungis tveggja ára. Til hliðar við hana standa krakkarnir úr eldri deildinni (9-13 ára) og spila ýmist á blokk- flautu, harmónikku eða ásláttar- hljóðfæri. A áheyrendabekkjunum sitja félagar Viktoriu úr leikskóla- deildinni (1-6 ára) auk nemenda yngri deildar (7-8 ára) og starfsfólk leik- og grunnskólans (á öllum aldri). Ég er í heimsókn hjá stúdentun- um mínum sem eru í æfingakennslu í Askerova leik- og grunnskólan- um. Stúdentarnir eru á öðru ári við kennaraháskólann í Sogndal í Sogn og Fjordane fylki í Vestur-Noregi. Við erum stödd í sal sem í daglegu tali er kallaður „Midjan“ einfald- lega vegna þess að salurinn er í miðri skólabyggingunni. „Midjan “ er hjarta skólans þar sem allir „íbúar“ þessa sérstaka skóla safn- ast saman minnst tvisvar á dag. Ég var svo lánsöm að heimsókn mína Miðvikudagur í „Midjan“ og áhuginn leynir sér ekki á áheyrendapöllunum. Viktoría búin að finna bókina sína; t. v. við hana er Solveig deildarstýra eldri deildar. 23

x

Ný menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.