Ný menntamál - 01.06.1994, Side 25
c
eins og nafnið bendir til að skapa
samfellu í uppeldis- og kennslu-
fræðilegu tilboði 0-13 ára barna.
Mikil áhersla er lögð á aldursblönd-
un og er skólahúsið skipulagt og
byggt með það fyrir augum. „Midj-
an“ er gott dæmi um þetta. Sú
áhersla sem lögð er á aldursblönd-
un byggir á rannsóknum sem hafa
sýnt fram á að aldursblöndun er
börnum eðlislæg. Wilhelm D.
Hartrup, sem vinnur við háskólann
í Minnesota í Bandaríkjunum, hef-
ur kannað og skoðað samskipti
barna í aldursblönduðum hópum.
Hartrup vísar m.a. til rannsóknar
sem Barker og Wright stóðu fyrir
og komust þar að þeirri niðurstöðu
að einungis 35% af daglegum sam-
skiptum barna eru við jafnaldra
sína. Sú niðurstaða hefur verið virt
að vettugi í uppeldis- og kennslu-
fræðilegri starfsemi. Hér eru leik-
skólarnir lengra á veg komnir en
grunnskólarnir og má nefna til-
raunir með systkinahópa því til
sanninda og fámenna skóla þar sem
aldursblöndun hefur verið nauð-
synleg, en er ef til vill ekki alltaf
metin að verðleikum.
Kennsla við hæfi, færnimiðað
nám, ábyrgð á eigin námi og aukin
samvinna kennara; allt eru þetta
hugtök sem okkur skólafólki eru
hugleikin. Það má einu gilda hvort
flett er upp í fagbókum eða tímarit-
um um kennslu- og skólamál, ís-
lenskri eða norskri aðalnámskrá,
alls staðar getur að líta ofangreind
hugtök. Þau blasa við okkur sem
eins konar áskorun um að taka
mark á niðurstöðum kennslufræði-
legra rannsókna síðari ára.
Ef litið er á íslenska og norska
grunnskóla blasir við okkur skóla-
hald sem einkennist af að nemend-
um er skipt niður í kennslueiningar
(bekki) eftir aldri (hér eru fámenn-
ir samkennsluskólar undantekn-
ing). Kennarar reyna að kenna öll-
um nemendahópnum það sama,
með sama hraða. Þetta er miður
heppilegt af mörgum ástæðum. I
fyrsta lagi verður aldursdreifingin
Ingar nemandi í 6. bekk við vinnu sína.
að vera 12 mánuðir. í öðru lagi hef-
ur fjöldinn allur af rannsóknum
sýnt fram á að það má að jafnaði
búast við allt að fjögurra ára
þroskabili í sama aldursflokki.
Rökin fyrir því að skipta nemend-
um í kennslueiningar eftir aldri
falla því um sjálf sig. Rannsóknir
sem hafa verið gerðar víða um heim
sýna að möguleikar á að kennsla
við hæfi takist eru mestir þar sem
kennslan fer fram í aldursblönduð-
um hópum. Þessi kennslutilhögun
hefur reynst einkar heppileg fyrir
þá nemendur sem ekki tilheyra
„meðaltalinu" þ.e. seinfæra nem-
endur annars vegar og afburða
nemendur hins vegar. Einnig hefur
komið í ljós að kennsla í aldurs-
blönduðum hópum leiðir til meira
samræmis á milli námsgreina, sam-
vinnu kennara, samvinnu heimila
og skóla og síðast en ekki síst sam-
vinnu nemenda.
Fjölbreytnin í þroska og aldri
skapar andrúmsloft fyrir margvís-
legt nám. Börnin fá í ríkum mæli
tækifæri til að læra hvert af öðru.
Þetta á ekki síst við um málþroska.
Fullorðnir láta sér lynda að setning-
ar litla barnsins séu ófullkomnar og
illskiljanlegar og geta sér oft til um
hvað barnið er að reyna að segja.
Börnin hins vegar gera meiri kröfur
hvert til annars. Eldri börnin hafa
auk þess meiri orðaforða og þau
sem yngri eru fá góðar fyrirmyndir.
Hvað eykur gæði
skólahaldsins?
Nú á tímum umræðu um gæða-
stjórnun á flestum sviðum þjóðlífs-
ins er þetta spurning sem við skóla-
fólk getum ekki látið hjá líða að
leita svara við. Ég vil hér geta rann-
sóknar sem að mínu mati er mjög
áhugaverð. Árið 1984 birtu Levin,
Glass og Meister niðurstöður rann-
sókna sinna varðandi aukin gæði
Það er erfitt að halda aftur af brosinu þegar Georg kennaranemi er kominn með
kinnalit og í kjól.
25