Ný menntamál - 01.06.1994, Page 31
við sameiginleg verkefni, listræn
eða ekki.
Ein röksemd sem hefur stundum
verið notuð (og tengist art therapy)
er að myndmennt rói börn og geri
þau hæfari til annars náms. Þessi
röksemd kann að vera fullgild fyrir
vissa einstaklinga, en hún réttlætir
engan veginn myndmennt fyrir all-
an fjöldann. Myndmennt er ekki
deyfilyf sem á að þjóna öðrum
námsgreinum fremur en efnafræði
eða söngur.
Rök sem lúta að mikilvægi list-
sköpunar einstaklingsins duga því
ekki ein og sér til að réttlæta að
myndmennt sé kennd í skólum.
Listsköpun má finna svo fjölbreytta
og mismunandi farvegi utan skól-
ans að það er varla réttlætanlegt að
nota skattpeninga til að ýta undir
hana nema fleira komi til. Og vissu-
lega ber myndmennt að fjalla um
fleira en listræna sköpun.
Löngu áður en börn læra að tala,
hafa þau byrjað að nema myndir.
Orð verða síðan tákn um hluti, at-
hafnir og fólk; þau verða lyklar að
myndum. Við upplifum öll lífið
fyrst á myndrænan hátt og ímyndin
stendur okkur alltaf nær en orðið.
Þetta vill oft gleymast í heimi þar
sem áherslan er í sívaxandi mæli
sett á stöðlun, að allt sé mælanlegt,
skipulegt og skilgreinanlegt. Það er
svo margt í heiminum, sem verður
aldrei staðlað, skipulagt eða skil-
greint þannig að vit sé í; mikið af
því sem við komumst í tæri við
munum við ætíð upplifa á mynd-
rænan hátt.
Það er á þessu sviði, sem helst er
hægt að finna fullgilda réttlætingu
fyrir myndmenntakennslu í skól-
um: Það þarf skipulegt, fræðilegt
nám í gegnum allan skólann, frá
hinum fyrstu þroskastigum til
hinna efstu, tii að veita nemendum
tækifæri til að efla sjónskyn sitt, til
að þeir kynnist þeim tækjum sem
leggja grunn að og þjálfa hina list-
rænu upplifun einstaklingsins.
Myndmennt getur þannig ráðið
miklu um hvort nemandinn verður
hlutlaus, áhugalaus og skoðanalaus
móttökustöð fyrir áhrif umhverfis-
ins eða hvort hann öðlast heil-
steypta, sjálfstæða og gagnrýna sýn
á myndmál þess samfélags, sem
hann lifir í.
Sú fræðsla sem myndmennt get-
ur veitt um listræna upplifun er
þannig nauðsynlegt tæki í lífinu
fyrir sjálfstæðan og fullgildan þjóð-
féiagsþegn, alveg á sama hátt og
kunnáttaí lestri, skrift og reikningi,
og grunnskilningur á eðli vísinda og
uppbyggingu mannlegs samfélags.
Og á grundvelli þeirra röksemda
ætti skattgreiðandinn að sam-
þykkja án hiks að það sé full ástæða
til að myndmennt skipi öruggan og
fastan sess í öllu grunnnámi sem
skattpeningar hans eru notaðir til
að fjármagna.
Hvað er gert í myndmennt í
skólum þessi árin?
Myndmenntakennslu í skólum
má í aðalatriðum skipta í tvö meg-
insvið: Það sem lýtur að listrænni
sköpun nemenda og þar með hin-
um verklega þætti iistanna annars
vegar og það sem lýtur að listrænni
upplifun og hinum huplæga þætti
listanna hins vegar. Aherslurnar
milli þessara þátta í kennslunni í
grunnskólum landsins eru hins veg-
ar í hróplegu ójafnvægi; sá skóli er
tæpast til hér þar sem hlutfallslega
jöfnum tíma er varið í að fjalla um
listræna sköpun og listræna upplif-
un ogjDetta vita myndmenntakenn-
arar. I kennslunni almennt er raun-
in sú að hin verklega list hefur allan
forgang og hið huglæga fær aðeinst
stolin augnablik. Kennarar á þessu
sviði (líkt og fleirum) leggja áherslu
á að börnin geri hlutina fremur en
að þeir skilji, meti og njóti þeirra. -
Skólinn vill fremur reyna að búa til
fleiri Kjarvala og Picassoa en að
gera nemendum kleift að kunna að
31