Ný menntamál - 01.06.1994, Blaðsíða 32
c
meta og njóta þess sem slíkir lista-
menn hafa gert.
Þessi mikla áhersla á listræna
sköpun nemenda og vinnu þeirra í
kennslustundum fremur en á list-
ræna upplifun þeirra, skoðun og
mat á listaverkum og umhverfinu
almennt er vissulega auðveldari í
framkvæmd. Hún krefst minni
undirbúnings af hálfu kennara og
er einnig auðveldari fyrir nemend-
ur; þeir eiga að gera eitthvað í stað
þess að velta einhverju fyrir sér,
hugsa um það og tjá sig um það með
eigin orðum. Allir hafa nóg að
gera, allir eru ánægðir og sleppa
þannig nokkuð vel frá hlutunum án
þess að hafa of mikið fyrir þeim.
Þetta væri svo sem í lagi í einka-
skólum eða öðru frjálsu námi, en
það gengur ekki upp í hinu al-
menna skólakerfi, sem er kostað af
samfélaginu. Það er ekki tilgangur
náms í bókmenntum að gera alla að
skáldum og rithöfundum, heldur
að kenna nemendum að skilja og
meta góðar bókmenntir og gildi
þeirra í þjóðlífinu. Það er ekki til-
gangur íþróttakennslu í skólum að
gera alla að afreksmönnum í íþrótt-
um, heldur að gera nemendum
)
grein fyrir mikilvægi líkamlegrar
hreyfingar og heilsuræktar, sem
getur hentað þeim til að gæta heils-
unnar það sem eftir er ævinnar. Það
er því rökrétt að álykta að það sé
heldur ekki ætlun samfélagins með
myndmennt í skólum að gera alla
að listamönnum en af framkvæmd
kennslunnar mætti ætla að svo
væri.
Með núverandi fyrirkomulagi
má hins vegar fullyrða að skólinn er
að misnota það tækifæri sem hann
hefur í gegnum myndmennt til að
gefa fólki góða innsýn í heim
myndlistarinnar og ala þannig upp
listunnendur framtíðarinnar - og
það er sennilega mesti glæpurinn í
málinu.
Hvað ætti nám í myndmennt
að færa nemendum?
Þegar hugsað er um hvaða hlut-
verki myndmennt getur gegnt fyrir
samfélagið er best að gleyma nú-
verandi ástandi í þessari námsgrein
og hugsa málið alveg upp á nýtt.
Þjóðfélagið í kringum okkur er
að stærri hluta byggt upp á mynd-
rænni reynslu mannsins en nokkru
sinni fyrr. A hverjum degi bætist
eitthvað nýtt við hina myndrænu
reynslu; úr náttúrunni, úr prentuð-
um miðlum, af listaverkum og
nytjahlutum, úr sjónvarpi, kvik-
myndum, af auglýsingaspjöldum
o.s.frv. Þó að mest af þessu sé
hversdagslegt, er alltaf hægt að
skilgreina einhvern hluta sjón-
reynslunnar sem listræna upplifun;
til þess að geta notið hennar sem
skyldi þarf hins vegar þjálfun og
reynslu sem aðeins góð mynd-
mennt getur og á að sjá öllum fyrir.
Slíkt er nauðsynlegt til að nemend-
ur verði læsir á umhverfi sitt, líkt og
þeir þurfa að vera læsir á bók; það
er ekki nóg að þekkja stafina til að
geta lesið orðin og skilið merkingu
þeirra. Á sama hátt er ekki nóg að
sjá til að kunna að njóta þess sem
fyrir augu ber.
Myndmenntakennsla ætti að leit-
ast við að kynna öllum nemendum
þau verkfæri sem þarf til þess að
njóta listrænnar upplifunar í um-
hverfinu hvort sem það er í náttúr-
unni eða í listasöfnum. Hér er ekki
ástæða til að setja saman tæmandi
lista yfir þessi verkfæri en nefna má
hluti eins og þekkingu á myndbygg-
ingu, litafræði, efnum og formum,
tjáningu og giidum hennar, túlkun-
armöguleikum myndmálsins,
tengsl við aðrar listgreinar, lista-
sögu og þar með það sögulega og
félagslega samhengi sem listaverk-
in verða til í; með því að nálgast
myndmennt með þessu hætti opn-
ast einnig ótal möguleikar á auk-
inni samþættingu listgreina við
annað námsefni á grunnskólastig-
inu.
Fræðsla um eðli og gildi mynd-
listar er nauðsynleg til að nemend-
ur geti myndað sér sjálfstæðar
skoðanir, notið listarinnar og fjall-
að um hana á sama hátt og þeir eiga
að geta fjallað um t.d. bókmenntir
eða trúarbrögð, landafræði eða
sögu. Slík fræðsla mun hjálpa þeim
að greina frumleika frá eftiröpun,
klisjur frá hinu einlæga og það sem
gert er af heiðarleika og innsæi frá
því sem einkennist af yfirborðs-
mennsku og fínheitum.
Það má ekki skilja þessi orð svo,
að sá sem hér ritar sé á móti því að
myndmennt fjalli að einhverju leyti
um listræna sköpun nemenda; eng-
32