Ný menntamál - 01.06.1994, Qupperneq 33

Ný menntamál - 01.06.1994, Qupperneq 33
c ) an veginn. En sú fræðsla sem er nefnd hér er mikilvægust og á að koma fyrst og vera undirstaða þess að nemendur séu hvattir til eigin listrænnar sköpunar. Jafnvel má setja málið upp sem svo að til að geta stundað listræna sköpun þurfi nemendur fyrst að vera færir um að njóta listrænnar upplifunar; án þess verði öll þeirra verk á þessu sviði aðeins handavinna og og hugsunar- lítið föndur, sem skilur ósköp lítið eftir í huga nemenda þegar vinn- unni er lokið. Hverju þarf að breyta? Hið fyrsta sem þarf að breytast til að árangur náist er viðhorf mynd- menntakennara. Þeir eru flestir nokkuð ánægðir í starfi og telja sig vera að skila árangri; það er erfitt að breyta viðhorfinu hjá þeim sem telur að allt sé í besta lagi. Þeir telja að með því að gera nemendur færa um að skila af sér einföldum mynd- um og öðrum verkum, hvort sem nemendur hafa til þess einhverja hæfileika eða ekki, þá sé mynd- menntakennarinn að skila hlut- verki sínu. Sú staðreynd að úti í þjóðfélag- inu telur mikiil meirihluti fólks sig ekkert vit hafa á myndlist og ekki vera fært um að tala um myndlist er hins vegar hrópandi vitnisburður um að myndmenntakennsla þessa fólks hefur mistekist í mikilvægasta atriðinu; að gera fólki fært að lifa með listinni það sem eftir er ævinn- ar. Upphaflega tók myndmennt í al- mennum skólum væntanlega mið af kennslu í sérstökum listaskólum, þar sem kennslan byggðist á að þjálfa upp verðandi listamenn. Slíkt getur aldrei verið hlutverk al- menns grunnskóla þó allt of margir kennarar líti þannig á meginmark- mið greinarinnar. Er það hlutverk grunnskólans að ala upp stærðfræð- inga og efnafræðinga? Hið mikilvægasta sem þarf að breyta er viðhorf kennaranna sjálfra; að fá þá til að skilja að hlut- verk myndmenntar í almennum skólum er að þjóna framtíðarhags- munum nemenda en ekki að láta nemendur þjóna myndlistinni ein- gönguámeðanþeireruískóla. -Til þess að slík breyting eigi sér stað þarf einnig að breyta þjálfun kenn- ara; hún þarf að breytast frá því að vera aðallega byggð á hinum verk- legu þáttum myndlistar til þess að vera að jafnstórum hluta byggð á hinum fræðilegum þáttum listar- innar (listfræði, listasögu, gagnrýni o.s.frv.) sem og uppeldisfræðum. Síðan þarf að breyta viðhorfum þeirra sem valdið hafa en líkt og aðrir (þar á meðal flestir aðrir kennarar, og jafnvel myndmennta- kennarar sjálfir) hafa þeir oft litið á myndmennt sem aukagrein í skól- um. Sem aukagrein hefur mynd- menntin verið talin lúxus; ánægju- leg fyrir nemendur þegar allt geng- ur vel en eitt af því fyrsta sem talað er um að fella niður þegar að kreppir - og þannig er umræðan ef- laust á mörgum stöðum í dag. En sú myndmennt sem hér hefur verið rætt um er ekki lúxus og ekki aukagrein; hún er nauðsynlegur hluti af þeirri undirstöðu, sem grunnskólinn á að skila til allra nemenda sinna. A sama hátt og all- ir þurfa að kunna að lesa, skrifa og reikna þurfa allir þjóðfélagsþegnar að vera læsir á umhverfi sitt og hæf- ir til að njóta þess í gegnum listræna upplifun. Lífið og tilveran eru flókin fyrir- bæri. Listin er ekki lífið sjálft, en afar merkur hluti þess. Skólinn er skipulegur undirbúningur fyrir lífið og myndmennt er nauðsynlegur hluti af þeim undirbúningi. Listræn sköpun er ánægjuleg at- höfn og getur veitt hugfróun þeim sem finna sig í henni en hún á ekki við alla og getur ekki verið aðal- atriði heillar námsgreinar í skóla, fremur en ljóðagerð eða tónsmíðar geta verið aðalatriði þeirra náms- greina sem þau tengjast. En að auka þekkingu og skilning á list og þroska hæfileikann til listrænnar upplifunar er verðugt verkefni; slíkt getur hjálpað fólki til að lifa lífinu og njóta þeirra margslungnu ímynda sem það býður upp á um alla framtíð. Eiríkur Þorláksson er listfræðingur. 33

x

Ný menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.