Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 8
8 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
RITSTJÓRAPI ST I LL Páll Ketilsson
Golf orðið stærst
Það voru ánægjulegar tölur sem birtust nýlega og sýndu að golfíþróttin er stærsta
íþróttagreinin hjá 16 ára og eldri á Íslandi.
Þrátt fyrir kreppu undanfarin tvö ár þá hefur orðið fjölgun í golfíþróttinni á Íslandi
og er hún nú fjölmennust hér á landi þegar ungmennin er ekki talin með. Annars
er golf í 2. sæti á eftir knattspyrnu. Þetta er mjög góð staða og hana á að nýta golf-
íþróttinni til frekari dáða.
Hver er ástæðan fyrir þessum vinsældum golfs á Íslandi, kann einhver að spyrja?
Svarið kann eflaust að liggja í nokkrum meginþáttum. Þar má eflaust fyrst nefna
að það kostar ekki mikla peninga að stunda golf hér á landi. Vellir eru orðnir betri
og veðrið er ágætt. Það er hægt að stunda golf allt upp í 7 mánuði. Útlendingar eru
hissa þegar maður segir þeim þessa staðreynd. Þá er góður aðgangur að golfvöllum,
jafnvel þó fólk sé ekki í golfklúbbi. Þá kostar það reyndar mun meira. Fyrir þá sem
eru í golfklúbbum og leika golf nokkrum sinnum í viku er kostnaður við sport-
ið lágur miðað við margar aðrar greinar. Mesta aðsóknin er þó á stórhöfuðborg-
arsvæðinu sem eðlilegt er, þar sem mesti fjöldi fólks býr. Þar er framboð golfbrauta
miðað við fólksfjölda mun minna en úti á landi. Því er það ánægjulegt að Kjalar-
menn í Mosfellsbæ skuli vera að ljúka við stækkun vallarins en við kynnum hana
í þessu blaði. Þeir fá 300 nýja félagsmenn um leið og þeir stækka. Það er gott fyrir
þeirra félagsstarf og reksturinn. En það er nóg pláss í golfklúbbunum rétt utan höf-
uðborgarsvæðisins, á Suðurnesjum, Suðurlandi og á Vesturlandi. Það eru fjölmarg-
ir golfvellir í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavíkursvæðinu og
alveg niður í hálftíma. Það þætti ekki löng leið á golfvöll í útlöndum. Allir þessir
klúbbar sem eru all margir, geta tekið við miklu fleiri félögum og það myndi hjálpa
rekstrinum hjá þeim því hann er víða nokkuð erfiður þó svo ekki heyrist af nein-
um vandræðum beint. Miðað við fjölgunina í íþróttinni hlýtur yfirflæðið að renna
á þessa staði á næstu árum. Það er talið að hátt í 20 þúsund manns séu utan golf-
klúbba. Það þarf að gera átak í að koma þessum áhugasömu kylfingum í golfklúbba
því það er bæði ódýrara og betra fyrir þá og fyrir klúbbana og GSÍ.
Í viðtali við fimm framkvæmdstjóra golfklúbba á Íslandi í þessu blaði er nokkuð
gott hljóð í þeim. Athyglisvert er að heyra í framkvæmdastjóra Vestmannaeyja-
klúbbsins sem segir að það hafi orðið mikil aukning í komu kylfinga á völlinn í
Eyjum við opnun Landeyjahafnar. Það er ljóst að Eyjamenn horfa fram á breytt
landslag í frjálsræði með teigtímaskráningu því síðla sumars þurftu heimamenn
sem jafnan geta gengið beint út á þennan frábæra golfvöll að panta tíma. Þeir
munu nokkuð örugglega þurfa það áfram (nema Landeyjahöfn loki?) því þetta
mun án efa líka þýða fleiri heimsóknir erlendra kylfinga. Þar kemur Golf Iceland
verkefnið sterkt inn í. Í grein í þessu blaði kemur fram að 20% aukning varð á
heimsóknum erlendra kylfinga í sumar en Golf Iceland samtökin buðu fjölmörg-
um fjölmiðlamönnum og golfferðaþjónustufólki til landsins í sumar. Árangur af því
starfi er strax farinn að skila sér. Toppurinn á því í ár var án efa tilnefning á stærstu
golfráðstefnu í heimi á Spáni í nóvember. Þá komst Ísland í lokaúrslit í tilnefningu
til verðlauna í flokknum „Óþekkti golf-áfangastaður ársins“ (Undiscovered Golf
Destinaton of the year). Þessi tíðindi munu án efa hjálpa Íslandi við að komast í
meira sviðsljós í golfheiminum.
Ég vil að lokum senda lesendum Golfs á Íslandi sem fagnaði 20 ára afmæli á árinu
bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Megi árið 2011 verða okkur gæfuríkt.
Sjáumt hress á golfvellinum á nýju ári.
Með golfkveðju,
Páll Ketilsson.