Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 10

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 10
10 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Heimsmeistaramótið í golfi fór fram í Argentínu í lok október. Ísland sendi sveitir til keppni í karla- og kvennaflokki og var leikið á tveimur völlum skammt frá höf- uðborg Argentínu, Buenos Aires. Kvennaliðið lenti í 42. sæti en karlarnir náðu góðum árangri þegar þeir urðu í 19. sæti. Íslenska kvennalandsliðið reið á vaðið og hóf leik þann 20. október. Þrjár Keil- isstúlkur skipuðu landsliðið að þessu sinni, þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Signý Arnórsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir. Guðrún Brá kom inn í landsliðshópinn í stað Valdísar Þóru Jónsdóttur sem fótbrotnaði í september og missti af mótinu. Það gekk ekki áfallalaust fyrir kvennasveitina að komast á keppnisstað því golfsettinu hjá Tinnu Jóhannsdóttur var stolið við komuna til Argentínu. Henni var útvegað nýtt golfsett með hraði og fékk að mestu þær kylfur sem hún er vön að notast við. Tinna lék best hjá íslenska liðinu og varð í 104. sæti í einstaklingskeppninni á 307 höggum og varð höggi betri en Signý sem varð í 110. sæti. Guðrún Brá fór illa af stað í mótinu og lék fyrsta hringinn á 86 höggum en kom sterk til baka og átti besta hring íslenska liðsins á öðrum hring þegar hún lék á 75 höggum. Hún lék síðustu tvo hringina á 77 höggum og varð í 126. sæti á samtals 315 höggum. Íslenska liðið varð í 42. sæti í mótinu á samtals 609 höggum. Lið Suður-Kóreu fór með öruggan sigur af hólmi í mótinu og lék samtals á 30 höggum undir pari sem er magnaður árangur. Bandaríkin urðu i 2. sæti á 13 högg- um undir. Í einstaklingskeppni röðuðu Suður-Kóreubúar sér í efstu þrjú sætin og best lék Jung-Eun Han á 13 höggum undir pari. Íslenska kvennalandsliðið – 42. sæti 609 högg: 104. sæti Tinna Jóhannsdóttir 78-77-74-78--307 +19 110. sæti Signý Arnórsdóttir 77-80-77-74--308 +20 126. sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir 86-75-77-77--315 +27 Íslensku karlarnir skildu sterkar golfþjóðir fyrir aftan sig Íslenska karlaliðið lék aðeins þrjá hringi í Heimsmeistaramótinu sökum veðurs sem varð til þess að einum hring í mótinu var aflýst og var sú ákvörðun nokkuð umdeild. Kylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR, Hlynur Geir Hjart- arson úr Keili og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum léku fyrir Íslands hönd og náðu frábærum árangri þegar íslenska liðið lenti í 19. sæti af 69 þjóðum sem tóku þátt í mótinu. Ólafur Björn lék best hjá íslenska liðinu, samtals á átta höggum yfir pari og varð í 24. sæti af um 200 kylfingum. „Ég er mjög sáttur með árangurinn okkar á HM og einnig með mína spilamennsku. Aðstæður voru gríðarlega erfiðar og frekar súrt að það þurfti að stytta mótið í 54 holur því vellirnir voru frábærir og ótrúlega gaman að spila í mótinu,“ sagði Ólafur að móti loknu. „Ég tel að Ísland sé að stimpla sig betur og betur á meðal bestu liða í heimi og miðað við alla þá efnilegu ungu kylfinga sem eru stöðugt að koma fram á Íslandi þá er framtíðin mjög björt hjá okkur.“ Íslenska liðið byrjaði af ótrúlegum krafti á lokahringnum og á tímabili komst liðið í 8. sæti í mótinu. Hlynur Geir, sem varð í 31. sæti í mótinu í einstaklingskeppninni var mjög sáttur með árangurinn í sínu síðasta landsliðsverkefni en hann gerðist atvinnumaður að móti loknu. „Við erum mjög sáttir með árangurinn. Við vorum með hugann við að ná topp-20 fyrir mótið. Ég hélt að þetta væri að stefna eitthvað annað þegar við Óli fengum örn á fyrstu holu og vorum þá komnir í 8. sæti. Árangurinn hjá okkur er mjög góður og við erum að skilja fullt af góðum golfþjóðum fyrir aftan okkur, t.d. Spán, Argentínu, Mexíkó og það var kannski skemmtilegast að vinna Finna sem Staffan þjálfar,“ sagði Hlynur en Staffan Johansson er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands. Kylf- ingurinn ungi, Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR, fékk eldskírn með íslenska landsliðinu í mótinu en náði sér ekki fyllilega á strik. Mótið mun hins vegar vafalaust fara í reynslubankann hjá þessum stórefnilega kylfingi. Það voru Frakkar sem fóru með sigur af hólmi í mótinu en þeir léku samtals á sjö höggum undir pari. Frændur okkar, Danir, urðu í öðru sæti á þremur höggum undir pari og Bandaríkjamenn urðu í þriðja sæti á tveimur höggum undir pari. Í einstaklingskeppninni var það Daninn Joachim Hansen sem lék best en hann lék samtals á sex höggum undir pari við afar erfiðar aðstæður. Íslenska karlalandsliðið – 19. sæti 447 högg: 24. sæti Ólafur Björn Loftsson 73-74-76--223 +8 31. sæti Hlynur Geir Hjartarson 74-72-78--224 +9 114. sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson 75-76-84--235 +20 Heimsmeistaramótið í golfi í Argentínu: LANDSLIÐIN á HM Góður árangur hjá íslenska karlalands- liðinu í Argentínu Kvennaliðið f.v. Tinna, Steinunn liðsstjóri, Signý og Guðrún Brá. Guðmundur Ágúst á teig í æfingahring. Ólafur og Hlynur ásamt kylfusveini fylgjast með. Karlaliðið f.v. Jón Ásgeir for- seti GSÍ, Hlyn- ur, Guðmund- ur, Ólafur og Ragnar Ólafs- son, landsliðs- þjálfari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.