Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 12

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 12
12 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F fréttir Norður-Írinn ungi Rory Mcllroy varð þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstur kylfinga að slá golfbolta við píramídana í Kaíró í Egyptalandi. Rory fékk þetta tækifæri þegar hann tók þátt í móti á evrópsku Áskorendamótaröð- inni í Egyptalandi í október sl. „Fyrir þremur árum hefði ég aldrei getað látið mig dreyma um að gera nokkuð þessu líkt, þetta er virkilega svalt,“ sagði Rory sem lét vaða af öllu afli við píramídana í Giza. Rory á sögulegum slóðum Mesta aðsókn frá upphafi á Kiðjabergsvelli Leiknir golfhringir á Kiðjabergsvelli í ár voru 3000 fleiri en á síðasta ári og var aðsóknin sú mesta frá upphafi. Fjöldi skráðra rástíma voru 9.322 og þar af 1.800 í mótum. Sam- kvæmt þessu má áætla að leiknir hringir á vellinum í sumar hafi verið um 14.000 talsins. Til samanburðar var fjöldi skráðra rástíma á síðasta ári 7.256, þar af 1.200 í mótum. Áætlaður fjöldi leikinna hringja 2009 var um 11.000 og hefur þeim því fjölgað um 3.000 milli ára. Félögum í klúbbnum fjölgaði um 56 á árinu, en 16 voru teknir af félagaskrá og raunfjölgun því 40 manns, sem er um 13% aukning frá fyrra ári. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Kiðjabergsvelli í sumar og hefur það vafalaust hjálpað við að trekkja að fleiri kylfinga að vellinum. Ekki er ólíklegt að Íslandsmót 35+ verði haldið í Kiðjabergi á næsta ári í samvinnu við Öndverðarnesið. Karl- ar verði þá í Kiðjabergi og konur í Öndverðarnesi. Þannig verði hægt að bjóða fleiri þátttakendum til leiks en síðast þegar 35+ var í Kiðjabergi mættu um 200 manns sem er mesta þátttaka í sögu mótsins.

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.