Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 12

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 12
12 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is G O L F fréttir Norður-Írinn ungi Rory Mcllroy varð þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstur kylfinga að slá golfbolta við píramídana í Kaíró í Egyptalandi. Rory fékk þetta tækifæri þegar hann tók þátt í móti á evrópsku Áskorendamótaröð- inni í Egyptalandi í október sl. „Fyrir þremur árum hefði ég aldrei getað látið mig dreyma um að gera nokkuð þessu líkt, þetta er virkilega svalt,“ sagði Rory sem lét vaða af öllu afli við píramídana í Giza. Rory á sögulegum slóðum Mesta aðsókn frá upphafi á Kiðjabergsvelli Leiknir golfhringir á Kiðjabergsvelli í ár voru 3000 fleiri en á síðasta ári og var aðsóknin sú mesta frá upphafi. Fjöldi skráðra rástíma voru 9.322 og þar af 1.800 í mótum. Sam- kvæmt þessu má áætla að leiknir hringir á vellinum í sumar hafi verið um 14.000 talsins. Til samanburðar var fjöldi skráðra rástíma á síðasta ári 7.256, þar af 1.200 í mótum. Áætlaður fjöldi leikinna hringja 2009 var um 11.000 og hefur þeim því fjölgað um 3.000 milli ára. Félögum í klúbbnum fjölgaði um 56 á árinu, en 16 voru teknir af félagaskrá og raunfjölgun því 40 manns, sem er um 13% aukning frá fyrra ári. Íslandsmótið í höggleik fór fram á Kiðjabergsvelli í sumar og hefur það vafalaust hjálpað við að trekkja að fleiri kylfinga að vellinum. Ekki er ólíklegt að Íslandsmót 35+ verði haldið í Kiðjabergi á næsta ári í samvinnu við Öndverðarnesið. Karl- ar verði þá í Kiðjabergi og konur í Öndverðarnesi. Þannig verði hægt að bjóða fleiri þátttakendum til leiks en síðast þegar 35+ var í Kiðjabergi mættu um 200 manns sem er mesta þátttaka í sögu mótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.