Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 18

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Side 18
18 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Golfmarkaður - VefTV - myndir Þú sérð golffréttirnar fyrst á ferskustu golfsíðunni alla daga, allt árið! G O L F fréttir Samkvæmt tölum sem GSÍ hefur tekið saman hefur kylfingum fjölgað á undanförnum tveimur árum og þann 1. júlí sl. hafði kylfingum fjölgað um 344 miðað við árið á undan. Þá voru 15.850 skráðir kylfingar í golfklúbbum landsins en 15.506 á árinu 2009. Kylf- ingum hefur því fjölgað um 1096 á tveimur árum sem verður að teljast frábær þróun miðað við þá efnahagskreppu sem nú er uppi. Að sögn Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra GSÍ, er mismunur á tölum GSÍ og ÍSÍ (sem sýndi smá fækkun) sökum þess að ÍSÍ tekur saman iðkendatölur sínar 1. janúar hvert ár og jafnframt eru iðkendur í einhverjum tilfellum skráðir í tvo golfklúbba og því tvítaldir í iðkendatölum ÍSÍ. Hörður er hins vegar afar ánægður með þróun á undanförnum árum enda hef- ur kylfingum fjölgað um 7% á tveimur árum. „Það er ánægjulegt að þrátt fyrir erfitt efnahags- ástand hefur kylfingum fjölgað. Það er líka athygl- isvert að kylfingum fjölgar þrátt fyrir að lítið pláss sé fyrir nýja félaga á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgun varð hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en þar fjölgaði kylfingum milli áranna 2009 og 2010 um 231 og er ánægjulegt að sú fjölgun kemur fram í ungum iðkendum,“ segir Hörður. Fram hefur komið að konur eru aðeins um 30% af kylfingum landsins. Hörður segir að það sé markmið hjá GSÍ að breyta þessu. „Það hefur verið markmið GSÍ að fjölga konum í golfi þar sem þær eru enn innan við 30% af iðkendum og hefur verið lögð áhersla á að kynna og fjalla um golf í bæði karla- og kvennaflokki með svipuðum hætti. Það hefur tekist ágætlega og fer konum fjölgandi innan hreyfingarinnar þó auðvitað vildum við sjá fleiri ungar stúlkur koma í golf. Það er ánægjulegt að klúbbarnir séu vakandi yfir þessu og var þetta góð hugmynd hjá Brynjari Geirssyni íþróttastjóra GR að fara í sameiginlegt átak til að vekja athygli á því hversu golfíþróttin sé skemmtileg ekki síður fyrir stelpur en stráka.“ Iðkendatölur GSÍ undanfarin ár: 1. júlí 2010 - 15.850 1. júlí 2009 - 15.506 1. júlí 2008 - 14.754 Kylfingum fjölgar í kreppunni Markmiðið að fjölga konum í golfi Fjölgun kylfinga þrátt fyrir kreppu: Birgir Leifur er í „beinni“ frá lokaúrtökumótinu á kylfingi

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.