Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 20

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Blaðsíða 20
20 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Formannafundur GSÍ haldinn á Flúðum: Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands Íslands kom víða við í skýrslu stjórnar GSÍ fyrir starfsárið 2010 á formannafundi sem haldinn var á Flúðum 20. nóvember sl. Hér birtist stór hluti skýrslunnar. Í dag eru 65 klúbbar aðilar að sambandinu og er það sami fjöldi og á síðasta ári, einn klúbbur lagði niður starfsemi og einn nýr var tekinn inn í sambandið. Meðlimir þeirra klúbba sem aðild hafa að sam- bandinu voru 15.785 þann 1. júlí 2010 sl. og hafa þeir aldrei verið fleiri. Aukning félagsmanna milli áranna 2009 og 2010 var þannig 256 félagar. Í samtölum mínum við forystumenn golfklúbba víða um land hefur komið fram að árið 2010 hafi reynst flestum léttara en árið í fyrra og vonandi sjáum við fram á bjartari tíma á næstu árum. Þó er rétt að vara við of mikilli bjartsýni og eru menn hvattir til að fara varlega í fjárfestingum og öðrum fjárhagsleg- um ákvörðunum, því skiptar skoðanir eru um hvort botninum í efnahagslífinu sé náð. Þá hefur þróunin í nágrannalöndum okkar verið á þann veg að kylfing- um fer fækkandi og spurning hvort sú þróun eigi eftir að koma hingað. Rekstrarniðurstaða sambandsins er yfir þeim vænt- ingum sem fram komu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010, en heildarvelta sambandsins er rúmlega 112 milljónir króna og rekstrarafgangur rúmar sjö millj- ónir. Golfsambandið hefur unnið eftir stefnumótun sem upphaflega var unnin 2002 en verið endurmetin reglulega síðan, en þar kemur fram í markmiðasetn- ingu fyrir afreksstefnu sambandins að Ísland verði í A-riðli í karla- og kvennaflokki árið 2010 á Evrópumót- G O L F fréttir Rekstur sambandsins yfir væntingum -varað við of mikilli bjartsýni og klúbbarnir hvattir til að fara varlega í ótryggu umhverfi um. Það markmið náðist ekki að þessu sinni þó svo karlalið okkar hafi náð að tryggja sig meðal 20 bestu Evrópuþjóða á Evrópumóti liða í sumar en vænt- anlega stendur upp úr árangur karlalandsliðs okkar í heimsmeistarakeppni liða áhugamanna í Argentínu en eins og flestir vita enduðum við þar í 19. sæti af 69 þjóðum og skutum fyrir aftan okkur mörgum afreks- þjóðum í golfi. Þá ber að fagna sérstaklega sigri Guð- mundar Ágústs Kristjánssonar, Golfklúbbi Reykjavíkur, á Duke of York mótinu sem fram fór í september, en þar sigraði hann marga af bestu kylfingum heims á aldrinum 15 til 18 ára. Eitt af mikilvægum hlutverkum GSÍ er að okkar mati að standa að öflugu útbreiðslustarfi og þjónustu við félagsmenn og er útgáfa blaðs okkar, Golf á Íslandi, mikilvægur hlekkur í því starfi. Útgáfan hefur gengið ágætlega á starfsárinu sem er að líða, en gefin voru út fimm tölublöð á árinu, samtals um 500 blaðsíður. Páll Ketilsson var eins og undanfarin ár ritstjóri blaðs- ins og hefur hann unnið blaðið ásamt útgáfunefnd golfsambandsins. En auk þess leggja ýmsir blaðinu lið með skrifum og myndaöflun. Ég hef oft nefnt það við forsvarsmenn golfklúbbanna að það væri fengur í því að fá fréttir úr starfi þeirra í máli og myndum því við megum ekki gleyma því að blaðið okkar er ómet- anleg heimild til framtíðar. Við höfum lagt metnað okkar í það að gefa út vandað og fjölbreytt blað sem hefur það hlutverk að fræða og skemmta lesendum. Það mætti ef til vill nefna það hér að við erum eina sérsambandið sem gefur út blað reglulega. Annað hlutverk sem aldrei er ofmetið er rekstur tölvukerfis hreyfingarinnar en frá árinu 2000 hefur golf.is verið einn mikilvægasti hlekkur í þjónustu GSÍ við ykkur í klúbbunum og hinn almenna kylfing. Rekstur kerfisins hefur gengið mjög vel í sumar og er það ekki síst því að þakka að hinn almenni notandi hefur verið duglegur að hafa samband við okkur um það sem betur má fara í kerfinu og þannig hefur tekist að byggja upp öflugt þjónustunet sem tekur á flestum þeim þáttum sem snúa að skipulagi íþrótt- arinnar, hvort sem átt er við mótahald, forgjafarkerfi eða skipulagningu á rástímum. Það er von okkar að áfram verði sú öfluga samstaða um rekstur golf.is sem nauðsynleg er til að kerfið þróist og þroskist. Forgjafar- og vallamál GSÍ hefur verið aðili að forgjafarkerfi EGA frá upphafi þess kerfis og hefur sambandið innleitt alla þætti kerfisins s.s. árlega endurskoðun forgjafar, útreikn- ing á CSA og aðra þá þætti sem áhrif hafa á forgjaf- arútreikning kylfinga og hafa þessar aðgerðir verið skrifaðar inn í forgjafarútreikning á golf.is. Til að for- gjafarútreikningur sé sem áreiðanlegastur þarf jafn- framt að vera öflugt teymi sem sér um vallarmat og eru nú flestir golfvellir landsins komnir með nýtt vall- armat og jafnframt er þegar hafin vinna við endurmat á völlum. Guðmundur Ólafsson, fyrrverandi stjórn- armaður GSÍ, leiðir forgjafar- og vallarmatsnefnd GSÍ og er ástæða til að fagna því að hafa á að skipa svo öflugri nefnd, en hún hefur á liðnum árum tekið út flesta velli landsins og liggja margar klukkustundir þeirra í sjálfboðaliðastarfi við það verkefni. Afreksmál Þrátt fyrir að hafa að hafa dregið úr þátttöku í erlendum mótum frá því sem var fyrir nokrum árum höfum við sent keppendur í hefðbundin verkefni. Þannig fór karlaliðið í Evrópukeppni liða í Svíþjóð og kvennaliðið til Spánar. Þá sendum við m.a. unglinga á European Young Masters og kylfinga á Opna finnska meistaramótið svo eitthvað sé nefnt. Ragnar Ólafs- son er sem áður landsliðseinvaldur og stjórnar æf- ingum ásamt því að fara fyrir okkar kylfingum sem liðstjóri. Liðstjóri stúlkna og kvenna er Steinunn Eggertsdóttir. Eins og áður hefur komið fram var ár- angur Guðmundar Ágústs Kristjánssonar, Golfklúbbi Reykjavíkur, í Duke of York mótinu stórkostlegur og vakti mikla athygli erlendis og var m.a. minnst á það á vef R&A áamt langri grein um uppgang golfs hér á Íslandi. Þá ber að nefna árangur karlalandsliðs okkar í heimsmeistarakeppni liða áhugamanna sem haldin var í lok október í Argentínu. Þeir lentu í 19. sæti af 69 þjóðum og er það besti árangur okkar í þessari keppni fyrr eða síðar. Ég held að við getum verið bjartsýn á framtíðina ef fram heldur sem horfir. Birgir Leifur Hafþórsson GKG undirbýr sig af kappi fyrir annað stig Frá formannafund- inum á Flúðum. Jón Ásgeir Eyjólfsson flutti skýrslu stjórnar. framh. á bls. 22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.