Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 24

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 24
24 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Það var líf og fjör hjá golfklúbbum landsins um miðj- an ágústmánuð þegar Sveitakeppni GSÍ fór fram. Leikið var í fimm deildum í karlaflokki og tveimur í kvennaflokki og tóku alls 54 sveitir þátt í meistara- flokki. 1. deild karla var leikin á Hvaleyrarvelli og konurnar léku á Leirdalsvelli. Óhætt er að fullyrða að veður hafi sett sitt mark á keppnina á lokakeppn- isdeginum en þá gerði mikið vatnsveður í bland við strekkingsvind. Svo fór að GR vann tvöfaldan sigur í 1. deild karla og kvenna og eru því Íslandsmeistarar í Sveitakeppni. Það var mikil spenna í 1. deild karla því samankomnir voru margir af bestu kylfingum landsins á frábærum Hvaleyrarvelli. GKG hafði titil að verja í mótinu og var fyrirfram búist við að baráttan yrði á milli meistar- anna, Keilis, GKj og GR. Allar þessar sveitir komust nokkuð auðveldlega í undanúrslit og var boðið upp á frábæra undanúrslitaleiki þar sem úrslitin réðust í bráðabana í báðum leikjum. Kjölur hafði betur gegn meisturum GKG í mögnuðum leik þar sem tvöfald- ur bráðabani réði úrslitum. Kristján Þór Einarsson tryggði Kili sæti í úrslitaleikinn eftir að hann hafði betur gegn Sigmundi Einari Mássyni á fjórðu holu í bráðabana. Í hinni undanúrslitaviðureigninni fór GR með sigur af hólmi gegn heimamönnum í Keili og fór sá leikur einnig í bráðabana en Arnar Snær Hákon- arson hafði betur gegn Sigurþóri Jónssyni á 21. holu. Það voru því GR og Kjölur sem mættust í úrslitum og var sú viðureign spennandi. GR náði fljótlega yfirhöndinni en leikar réðust þó ekki fyrr en á lokaholunum. GR var 2-1 yfir þegar tveir leikir voru enn í gangi. Arnór Ingi Finnbjörnsson hafði betur gegn Magnúsi Lárussyni á 18. flötinni í næstsíðasta leiknum og var þá ljóst að GR hafði bundið enda á sjö ára bið sína eftir þessum eftirsótta titli. GR-ingar fögnuðu vel og innilega í leikslok enda voru flestir kylfingar sveitarinnar að vinna Sveitakeppnina í fyrsta sinn. Í leiknum um þriðja sætið var það GKG sem hafði betur gegn Keili um þriðja sætið, 4/1. Það var einnig nokkur spenna í botnbaráttunni á Hvaleyr- arvelli en það voru sveitir NK og GS sem fengu það óskemmtilega hlutskipti að falla niður um deild. Öruggur sigur GR í Leirdal Sveitir GR og GKG mættust í úrslitum 1. deildar kvenna í Sveitakeppni GSÍ á Leirdalsvelli. GR hafði slegið út meistarana í Keili í undanúrslitum meðan SVEITAKEPPNI allar deildir GR vann tvöfalt GKG hafði betur gegn GKj. Það var í raun aldrei spurn- ing hvor sveitin færi með sigur af hólmi því GR vann viðureignina 4/1. GR hafði tögl og haldir frá upphafi og sigurinn nær aldrei í hættu. Keilir hafði svo betur gegn GKj í leik um þriðja sætið, 3,5-1,5. GA og Mostri þurftu að sætta sig við fall úr 1. deild kvenna. Í þeirra stað komu GS og Nesklúbburinn upp úr 2. deild. GA og GKB leika meðal þeirra bestu á næsta ári Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Kiðjabergs munu leika meðal þeirra bestu í Sveitakeppni GSÍ á næsta ári. Sveitir þessara klúbba léku til úrslita í 2. deild karla og fór GA með öruggan 4,5/0,5 sigur á Kiðjabergsvelli. GA endurheimti því sæti sitt í deildinni sem þeir misstu á heimavelli á síðasta ári. Heimamenn í GKB fögnuðu einnig þar sem þetta er í fyrsta sinn sem klúbburinn keppir í 1. deild karla í Sveitakeppninni og var því mikil gleði hjá Kiðjabergsmönnum. Sveitir Öndverðarness og Bakkakots þurftu að sætta sig við fall úr 2. deildinni eftir að hafa orðið í tveimur neðstu sætunum. Siggi Pé: „Yngsta sigursveit frá upphafi“ „Þetta var frábær sigur hjá okkur og það var boðið upp á hörku úrslitaleik gegn Kili,“ sagði Sigurð- ur Pétursson, liðsstjóri GR, kátur þegar tvöfaldur sigur GR var í höfn. „Þetta voru allt mjög skemmti- legir og spennandi leikir og oft þurfti að grípa til bráðabana.“ Sveit GR er nokkuð ung að árum og eru margir stórefnilegir kylfingar innanborðs sem eiga bjarta framtíð framundan á golfvellinum. „Þetta eru rosalega efnilegir strákar og ég get fullyrt það að þetta er yngsta sveitin til að vinna sveitakeppnina frá upphafi. Þetta eru eintómir pjakkar og því er framtíðin afar björt hjá GR,“ segir Sigurður en er sigurganga í uppsiglingu hjá GR? „Það er allavega nægur mannskapur til að gera það og mjög erfitt að velja í liðið. Það eru 3-4 kylfingar sem kæmust í flest önnur lið sem fá ekki sæti hjá okkur. Það er auðvitað svolitlu fargi af mér létt að við skulum hafa unnið eftir sjö ára bið. Hinir klúbb- arnir hafa verið mjög sterkir á undanförnum árum en það er frábært að vinna tvöfaldan sigur í ár.“ Kristján Þór: „Það munaði ekki miklu“ „Við vorum inni í leiknum allan tímann en þetta féll með GR en ekki okkur,“ sagði Kristján Þór Einarsson, liðsmaður Kjalar, eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir GR í úrslitaleiknum. GR vann leik þessara liða í riðlakeppninni en Kristján segir að það hafi ekki haft nein áhrif. „Við áttum góðan möguleika á að hirða sigurinn þrátt fyrir að við hefðum tapað fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaleiknum. Ég var yfir í mínum leik þegar Maggi (Magnús Lárusson) missti pútt fyrir bráðabana í sínum leik. Það munaði ekki miklu og það er sárt að hafa ekki unnið keppnina eftir að við slógum meistara út í undanúrslitum,“ sagði Kristján en hann tapaði ekki leik í keppninni. Þórður Rafn Giss- urarson slær á 1. teig á Hvaleyri. Til hliðar er Ragnhild- ur Sigurðardóttir í Leirdalnum. Sigurlið GR í karla- og kvennaflokki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.