Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 36

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 36
36 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Á Eimskipsmótaröðinni í ár vakti framganga Guðjóns Reyrs Þorsteinssonar, kylfings úr Golfklúbbnum Kili, nokkra eftirtekt. Segja má þó að hann sé með sann- kölluð golfgen enda bróðir Nínu Bjarkar Geirsdóttur, fyrrum Íslandsmeistara í höggleik. Guðjón hóf að leika golf á ný fyrir tæpum tveimur árum og hefur sýnt ótrúlegar framfarir á skömmum tíma. Guðjón náði að snúa lífi sínu á réttna kjöl árið 2007 eftir óreglu í fjölda ára og má segja að hann sé búinn að finna sér nýja fíkn; golf. „Ég hætti 14 ára í golfi og var í tómu rugli fram til ársins 2007. Ég sé gríðarlega eftir öllum þessum árum því ég gæti verið svo miklu, miklu betri í golfi. Ég byrjaði á fullu á ný árið 2009 en hafði fylgst vel með Nínu systur og öðrum fjölskyldumeðlimum. Svo fékk ég allt í einu sjúklegan áhuga á íþróttinni og hreinlega límdist við golfvöllinn. Forgjöfin hefur hreinlega hrunið.“ Mætti ósofinn í fyrsta mótið Það gekk ekki átakalaust fyrir Guðjón að hefja keppni á Eimskipsmótaröðinni. Hann velti því lengi fyrir sér hvort hann ætti yfir höfuð erindi á mótaröðina og margskráði sig úr mótinu. „Ég ákvað að taka sénsinn og skráði mig til leiks í mótið í Vestmannaeyjum á Eimskipsmótaröðinni. Ég var búinn að hætta mörgum sinnum við að vera með og hringdi á skrifstofu GSÍ og lét afskrá mig úr mótinu. Pétur Óskar [mágur Guðjóns, innskot blaða- manns] náði að plata mig með til Vestmannaeyja og ég var svo stressaður að ég svaf ekkert nóttina fyrir mótið. Ég lét svo slag standa og lék mjög vel á fyrsta hringnum, á 73 höggum þrátt fyrir að vera ósofinn. Það var kveikjan að því að ég ákvað að æfa ennþá meira og vera með á mótaröðinni.“ Með golf á heilanum „Ég er með golf á heilanum. Síðasta sumar æfði ég daglega og keppti í mótum um hverja helgi. Þessi árangur hefur komið sjálfum mér mest á óvart og áður var þetta svo fjarlægt að ég þorði ekki einu sinni að láta mig dreyma um þetta. Nú set ég markið mun hærra og ætla mér að verða miklu betri en ég er í dag. Markmiðið núna er að verða betri en Pétur Óskar,“ segir Guðjón Reyr og hlær og er nú byrjaður að æfa með meistaraflokki GKj. „Mér hefur verið boðið að taka þátt í meistaraflokks- starfinu hjá Kili og Ingi Rúnar [íþróttastjóri GKj, innskot blaðamanns] hefur verið duglegur að draga mig á æfingar. Fyrir mig er heiður að fá að taka þátt í þessu starfi. Áhuginn hjá mér er mikill og ég held að kylfingar geti farið ansi langt á áhuganum einum saman.“ Í upphafi árs 2009 var Guðjón Reyr með á milli 12- 10 í forgjöf en fékk þá þessa ævintýralegu golfdellu sem hefur heldur betur undið upp á sig. Í dag er hann með 4,2 í forgjöf og stefnir á að lækka hana enn frekar á næsta ári. Besti árangur hans á Eim- skipsmótaröðinni í sumar var 22. sæti í lokamótinu á Hellu. „Það var frábær árangur fyrir mig og á fyrri hringnum hitti ég aðeins þrjár flatir en þurfti aðeins 22 pútt á hringnum,“ segir Guðjón sem lék báða hringina í mótinu á 75 höggum. „Takmarkið hjá mér fyrir næstu leiktíð er að enda meðal tíu efstu í móti á mótaröðinni, það væri algjör draumur,“ sagði þessi hressi kylfingur úr Mosfellsbæ. Vissir þú að Colin Montgomerie var með sex í forgjöf þegar hann var átján ára gamall? Tíu árum síðar var hann einn af bestu kylfingum heims og var valinn í lið Evrópu í Ryder-bikarnum sem fram fór á Kiawah-eyjum við strendur Suður-Kar- ólínu í Bandaríkjunum. Þessi staðreynd sannar að það er aldrei of seint að byrja í golfi. Galdurinn við golfíþróttina er sá að allir geta keppt við alla með sanngjörn- um hætti. Forgjafarkerfið hefur gert það að veruleika. Draumur flestra kylfinga er að leika meðal þeirra bestu í heimi. Þó fæstir kylfingar nái því markmiði er hægt að setja sér önnur markmið. Hér á Íslandi eru margir með það markmið að skipa sér í röð bestu kylfinga landsins áður en hugað er að heimsyfirráðum. Þeir kylf- ingar sem hafa æft frá unga aldri hafa vissulega forskot hvað varðar getu en með miklum dugnaði og sleitulausum æfingum er hægt að brúa það bil, rétt eins og Montgomerie gerði á sínum tíma. Sneri við blaðinu og féll fyrir golfinu Það er aldrei of seint að byrja í golfi segir bróðir Nínu Bjarkar G O L F nýir kylfingar Guðjón Reyr og Nína á golfvellinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.