Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 38

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 38
38 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Gústi húberts hættir Fyrir Mastersmót öldungamótaraðarinnar í Japan sem fram fór á dögunum tóku tveir fyrrum Ryder fyrirliðar, þeir Sam Torrance og Ian Woosnam þátt í því að styðja golfíþróttina sem keppnisgrein á ólympíuleikum fatlaðra. Þeir Torrance og Woosnam léku ásamt tveimur kunnum fötluðum kylfingum, þeim Manuel De los Santos, einfættum kylfingi sem mikið hefur verið fjallað um og blinda kylfingnum Jeremy Poincenot. Tilefnið var að hugsanlega mun golf verða grein á ólympíuleikum fatlaðra í Rio árið 2016. Bæði Torrance og Woosnam hafa starfað fyrir ISPS (Aðþjóðleg samtök sem stuðla að framförum íþrótta) sem fulltrúar golfíþróttarinnar og felst starf þeirra í að kynna golf fyrir breiðari hópi iðkenda, einkum úr hópi þeirra sem á einhvern hátt glíma við fötlun. Ian Woosnam hafði á orði „það er aðdáunarvert að fylgjast með þessum mönn- um. Gæðin í sveiflunni hjá Jeremy eru ótrúleg og styrkurinn sem að Manuel býr yfir, að geta leikið á einum fæti er stórkostlegt.” Torrance bætti svo við: „Golf er nú orðið að keppnisgrein á ólympíuleikunum það væri því frábært að koma golfinu inn á ólympíuleika fatlaðra líka. Ég held að þar myndu þeir Manuel og Jeremy vera að kljást um gullverðlaunin.“ Manuel De los Santos er flestum kunnur í golfheiminum. Hann hefur m.a. tekið þátt á Alfred Dunhill síðastliðin tvö ár og vakið mikla athygli hvar sem hann hefur leikið. Hann er með tvo í forgjöf og stefnir ótrauður á atvinnumennsku. „Golf er mér mjög mikilvægt, nánast eins og hækjur mínar. Þegar ég leik golf líður mér eins og ekkert ami að. Líf mitt snýst um golf,“ segir De los Santos ástríðufull- ur. Hann segist vonast til þess að golf verði samþykkt sem grein á ólympíuleikum fatlaðra. Jeremy Poincenot er ríkjandi Heimsmeistari blindra og einn allra yngsti til að hampa þeim titli, eða aðeins 20 ára. „Það er frábært að vera hérna í Japan ásamt þessum frábæru kylfingum,“ sagði Poincenot. Hann lék golf nánast daglega áður en hann missti sjónina 19 ára gamall. Það hefur ekki stöðvað hann og segist hann meta íþróttina mun meira núna eftir að hann missti sjónina. „Þegar ég vann heimsmeistaratitilinn fór ég að hafa trú á því að ég gæti leikið meðal þeira bestu. Golf fyrir blinda er eiginlega hópíþrótt þar sem ég treysti mikið á faðir minn sem hjálpar mér mjög mikið. Ég vonast innilega til þess að blindir geti tekið þátt í golfi, þetta er frábær íþrótt,“ sagði Jeremy Poincenot að lokum. Handa Masters mótið á öldungamótaröðinni er annað mótið á Evróputúrnum á ný höfnu 2011 keppnistímabili og stutt af ISPS samtökunum og formanni sam- takanna mannvininum Dr. Haruhisa Handa. ISPS styrkir fjölda viðburða um heim allan sem stuðla að aukinni vitund fólks um golf sem íþrótt sem fatlaðir geti stundað. Dr. Handa var ánægður með að þeir Manuel og Jeremy tækju þátt í viðburðinum í Japan. „Þeir eru gríðarlega hæfileikaríkir einstaklingar sem sanna það að allir geta haft gaman af og náð árangri í golfíþróttinni.“ sagði mannvinurinn Handa. Aðþjóðlega Ólympíunefnd fatlaðara mun svo taka ákvörðun um hvaða greinar verða teknar inn sem nýjar keppnisgreinar þann 11. desember næstkomandi. G O L F fréttir Golf verði keppnisgrein á ólympíuleikum fatlaðra Ian Woosnam: „Það er aðdáunarvert að fylgjast með þessum mönnum.“

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.