Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 38

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Síða 38
38 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Gústi húberts hættir Fyrir Mastersmót öldungamótaraðarinnar í Japan sem fram fór á dögunum tóku tveir fyrrum Ryder fyrirliðar, þeir Sam Torrance og Ian Woosnam þátt í því að styðja golfíþróttina sem keppnisgrein á ólympíuleikum fatlaðra. Þeir Torrance og Woosnam léku ásamt tveimur kunnum fötluðum kylfingum, þeim Manuel De los Santos, einfættum kylfingi sem mikið hefur verið fjallað um og blinda kylfingnum Jeremy Poincenot. Tilefnið var að hugsanlega mun golf verða grein á ólympíuleikum fatlaðra í Rio árið 2016. Bæði Torrance og Woosnam hafa starfað fyrir ISPS (Aðþjóðleg samtök sem stuðla að framförum íþrótta) sem fulltrúar golfíþróttarinnar og felst starf þeirra í að kynna golf fyrir breiðari hópi iðkenda, einkum úr hópi þeirra sem á einhvern hátt glíma við fötlun. Ian Woosnam hafði á orði „það er aðdáunarvert að fylgjast með þessum mönn- um. Gæðin í sveiflunni hjá Jeremy eru ótrúleg og styrkurinn sem að Manuel býr yfir, að geta leikið á einum fæti er stórkostlegt.” Torrance bætti svo við: „Golf er nú orðið að keppnisgrein á ólympíuleikunum það væri því frábært að koma golfinu inn á ólympíuleika fatlaðra líka. Ég held að þar myndu þeir Manuel og Jeremy vera að kljást um gullverðlaunin.“ Manuel De los Santos er flestum kunnur í golfheiminum. Hann hefur m.a. tekið þátt á Alfred Dunhill síðastliðin tvö ár og vakið mikla athygli hvar sem hann hefur leikið. Hann er með tvo í forgjöf og stefnir ótrauður á atvinnumennsku. „Golf er mér mjög mikilvægt, nánast eins og hækjur mínar. Þegar ég leik golf líður mér eins og ekkert ami að. Líf mitt snýst um golf,“ segir De los Santos ástríðufull- ur. Hann segist vonast til þess að golf verði samþykkt sem grein á ólympíuleikum fatlaðra. Jeremy Poincenot er ríkjandi Heimsmeistari blindra og einn allra yngsti til að hampa þeim titli, eða aðeins 20 ára. „Það er frábært að vera hérna í Japan ásamt þessum frábæru kylfingum,“ sagði Poincenot. Hann lék golf nánast daglega áður en hann missti sjónina 19 ára gamall. Það hefur ekki stöðvað hann og segist hann meta íþróttina mun meira núna eftir að hann missti sjónina. „Þegar ég vann heimsmeistaratitilinn fór ég að hafa trú á því að ég gæti leikið meðal þeira bestu. Golf fyrir blinda er eiginlega hópíþrótt þar sem ég treysti mikið á faðir minn sem hjálpar mér mjög mikið. Ég vonast innilega til þess að blindir geti tekið þátt í golfi, þetta er frábær íþrótt,“ sagði Jeremy Poincenot að lokum. Handa Masters mótið á öldungamótaröðinni er annað mótið á Evróputúrnum á ný höfnu 2011 keppnistímabili og stutt af ISPS samtökunum og formanni sam- takanna mannvininum Dr. Haruhisa Handa. ISPS styrkir fjölda viðburða um heim allan sem stuðla að aukinni vitund fólks um golf sem íþrótt sem fatlaðir geti stundað. Dr. Handa var ánægður með að þeir Manuel og Jeremy tækju þátt í viðburðinum í Japan. „Þeir eru gríðarlega hæfileikaríkir einstaklingar sem sanna það að allir geta haft gaman af og náð árangri í golfíþróttinni.“ sagði mannvinurinn Handa. Aðþjóðlega Ólympíunefnd fatlaðara mun svo taka ákvörðun um hvaða greinar verða teknar inn sem nýjar keppnisgreinar þann 11. desember næstkomandi. G O L F fréttir Golf verði keppnisgrein á ólympíuleikum fatlaðra Ian Woosnam: „Það er aðdáunarvert að fylgjast með þessum mönnum.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Golf á Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.