Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 41

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 41
41GOLF Á ÍSLANDI •DESEMBER 2010 Fór á taugum í Kiðjabergi Stigameistari karla, Hlynur Geir Hjartarson átti frábært golfár innan sem utan vallar og segist aldrei hafa leikið betur en... HM í Argentínu hátindur ferilsins Hlynur Geir tók þátt í sínu stærsta verkefni á ferlinum í lok október þegar hann lék með íslenska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Argentínu. Íslenska liðið náði sínum besta árangri frá upphafi en litlu munaði að Hlynur færi ekki með þar sem nýfæddur sonur hans kom ekki í heiminn fyrr en örfáum dögum áður en liðið hélt út til Argentínu. „Ég er ekki viss um að ég hefði farið ef hann hefði ekki verið kominn í heiminn áður en við áttum flug út,“ segir Hlynur sem lukkulega náði mótinu sem hann álítur hátind ferilsins. „Heimsmeistaramótið í Argentínu er líklega hátindur ferilsins. Takmarkið var að reyna að komast í topp- 20 en eftir því sem á leið á mótið þá var það ekki úr myndinni að ná jafnvel ennþá lengra. Þegar við horfum á þær þjóðir sem enda í kringum okkur, þjóðir sem leggja gríðarlegan metnað í golfíþróttina, þá er það hreinlega afrek að ná 19. sætinu. Það var gríð- arlega gaman að vera hluti af þessu liði og mikill heiður,“ segir Hlynur sem þurfti að bíða lengi eftir tækifærinu með landsliðinu. „Ég var loksins valinn með herkjum árið 2008 þegar Staffan [Johansson, innsk. blm.] var á sínu lokaári með landsliðið. Ég verð að viðurkenna að ég var orðinn nokkuð pirraður, sérstaklega eftir að ég var ekki val- inn í landsliðið fyrir Norðurlandamótið árið 2005. Það kom viðtal við Staffan í Morgunblaðinu nokkrum dög- um fyrir mót í Korpunni þar sem hann sagðist ætla að velja þá kylfinga sem stæðu sig vel í mótinu. Ég vann mótið án þess að tapa höggi en var ekki valinn. Ég var gríðarlega vonsvikinn enda hafði ég alltaf stefnt að því að komast í landsliðið. Það var tvennt í stöðunni þarna, að kvarta og væla eða spýta í lófanna og spila þannig að það væri ekki hægt að líta framhjá mér. Ætli mér hafi ekki tekist að gera það síðarnefnda,“ segir Hlynur og hlær. Öðlaðist marga ára reynslu á einum hring Landsliðsferillinn er nú á enda hjá Hlyni því hann gerðist atvinnumaður þann 1. nóvember. Hann er golfkennari í hlutastarfi og verður að vera atvinnukylf- ingur til að mega sinna því starfi. Þótt hann kveðji landsliðið með söknuði eignaðist hann dýrmætar minningar á þessum tveimur árum. „Ég hef átt frábærar stundir með landsliðinu þó þetta hafi ekki verið langur tími. Ég æfði gríðarlega vel fyrir fyrsta mótið mitt á Ítalíu árið 2008 og ætlaði mér stóra hluti. Ég man að á fyrstu flötinni þá gat ég varla haldið á pútternum, ég titraði svo mikið. Ég var í hálf- gerðu taugaáfalli allan hringinn. Á þessum eina hring öðlaðist ég líklega margra ára reynslu,“ segir Hlynur sem telur að nú sé verkefnum utan landssteinanna líklega lokið. „Ætli það sé ekki helst að keppa í Heimsmeistaramóti atvinnukylfinga. Annars skaut Ragnar Ólafsson [Landsliðseinvaldur, innsk. blm] því á mig á dögunum að ég ætti að vera í toppformi næstu árin og undirbúa mig fyrir Evrópumót öldunga. Ég benti honum á það eru góð 16 ár þangað til,“ sagði þessi 34 ára kylfingur að lokum og rak upp hláturskell. „Ég fann það strax í upphafi leiktíðar að ég var að leika vel og fékk strax mik- ið sjálfstraust. Ég var ekki langt frá Íslandsmeistaratitlinum en ég fór hrein- lega á taugum á seinni níu holunum á lokahringnum í Kiðjabergi. Ég hef aldrei áður verið almennilega í baráttunni um titilinn og þessi reynsla mun vafalaust hjálpa mér í framtíðinni. Ég hef nægan tíma til að ná þessum titli.“ Hlynur á lokadegi Íslands- mótsins í höggleik í Kiðjabergi. Hlynur á lokadegi með Birgi Leifi og Sigmundi Einari.

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.