Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 52
52 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Engin kylfa hefur
beyglast né brotnað
síðan 2008
Guðjón HENNING GKG
Guðjón Henning á 30 sekúndum:
Klúbbur: GKG
Aldur: 22
Forgjöf: 0,1
Leyndur hæfileiki: Óslípaður demantur í eldhús-
inu
Besti hringur: 65 (-6) á Keili í sumar
Hola í höggi: 1
Uppáhalds kylfingur: Paul Casey
Draumaráshópurinn: Paul Casey, Michael Jordan,
Derrick Moore og ég með George Aranis sem
kylfusvein.
Uppáhalds kylfa: Að velja á milli wedge-anna
sinna er eins og að velja á milli barnanna sinna
en ef ég er tilneyddur þá kýs ég Gapparann (52°).
Stefnir á Evrópumótaröðina 2012
Lítið fór fyrir Ástu Birnu Magn-
úsdóttur á árinu sem er að líða. Hún
hélt til Þýskalands í nám og lék því
ekkert á Eimskipsmótaröðinni í sum-
ar. Hún gekk í Lippstadt golfklúbb-
inn og varð klúbbmeistari í sumar.
Hún er með háleit markmið og ætlar
sér að reyna við Evrópumótaröðina
árið 2012. Ásta segir söknuðinn af
keppni á íslensku mótaröðinni ekki
vera mikinn en saknar fjölskyld-
unnar.
Hvernig gekk þér í golfinu í Þýska-
landi á árinu?
Golfið í sumar gekk alveg þokkalega.
Þetta var fyrsta sumarið hér úti og
var í rauninni bara til þess að sjá
hvernig þetta gengi fyrir sig. Á næsta
ári er markið sett hærra og enn
hærra fyrir 2012. Ég stefni á að fara í
úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina í
desember 2012.
Hvernig var að vera ekki með á
mótaröðinni í sumar?
Ég verð að segja
það að það var
rosalega gaman
að prufa eitt-
hvað annað en
að spila bara á Ís-
landi og ég hlakka
til næsta tímabils
hér úti. Ég ætla að
spila á nokkrum stærri
mótum á næsta ári í
Þýskalandi.
Er söknuður af Íslandi
og íslenska golfinu?
Það er ekki mikill sökn-
uður af íslenska golf-
inu, en það er erfitt
að vera svona langt
frá fjölskyldunni.
Þau komu til mín
í sumar í fjórar
vikur og var alveg
frábært að hafa
þau hjá mér.
Þau styðja
vel við bakið á mér í því sem að ég er
að gera og það er mjög mikilvægt.
Hefur þú bætt þig mikið á tíma þín-
um í Þýskalandi?
Já, ég hef bætt mig eitthvað.
Sveiflan er orðin mjög góð og
ég er að slá töluvert lengra. Í
sumar var ég að spila mjög
stöðugt golf, meðalskorið
mitt var um þrjú högg yfir
par. Forgjöfin lækkaði
einnig, er komin niður
í einn og ég er komin í
topp-100 meðal kvenna í
Þýskalandi.
Hver var hápunktur sum-
arsins og hver voru mestu
vonbrigðin?
Hápunkturinn var að
vinna Präsidentin Cup
með vallarmeti á
þremur höggum
undir pari. Mestu
vonbrigðin var
að það kom smá lægð í upp-
hafi tímabilsins.
Hvaða kylfingur á Íslandi kom að
þínu mati mest á óvart í sumar?
Guðmundur Ágúst og Ólafía komu
skemmtilega á óvart í sumar.
Verður þú með á íslensku mótaröð-
inni á næsta ári?
Ég á eftir að skoða það hvernig það
kemur saman með sumarfríið og
mótin hér úti. Mótaskráin er komin
út fyrir næsta tímabil hér úti en ég
veit ekkert hvenær mótin eru heima
á Íslandi.
Ásta Birna á 30 sekúndum:Klúbbur: Golfclub Lippstadt
Aldur: 22
Forgjöf: 1
Besti hringur: -4
Hola í höggi: Einu sinni á 3. holu í Keili (par-4)
Uppáhalds kylfingur: Martin KaymerDraumaráshópurinn: Martin Kaymer, Adam Scott og Tiger Woods
Uppáhalds kylfa: 50° fleygjárn
Ásta Birna
Magnúsdóttir
GOLFÁRIÐ 2010 spurt og svarað
Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG er einn þeirra
kylfinga sem kom skemmtilega á óvart í sumar. Hann
varð þriðji í Íslandsmótinu í holukeppni eftir að hafa
lotið í gras fyrir Birgi Leifi Hafþórssyni í undanúrslit-
um. Hann varð í níunda sæti á stigalista Eimskips-
mótaraðarinnar og var í liði Höfuðborgarsvæðisins
sem tapaði fyrir Landsbyggðinni í KPMG-Bikarnum.
Sjálfur segist Guðjón vera að fara fram sem kylfingur
og er mun rólegri og yfirvegaðri á golfvellinum.
Hver voru helstu markmiðin þín í sumar og náðir þú
þeim?
Í sumar setti ég mér þau markmið að komast aftur í
landsliðið og sigra á mótaröðinni og Meistaramótið.
Því miður gekk ekkert af þessum markmiðum upp en
ég tapaði fyrir Birgi Leifi bæði í Meistaramótinu og
Íslandsmótinu í holukeppni. Það er engin skömm að
tapa fyrir besta kylfingi landsins og ef hann kemst inn
á Evrópumótaröðina á ég væntanlega inni hjá honum
nokkra kalda.
Hver var hápunktur sumarsins og mestu vonbrigðin?
Það eru nokkrir hlutir sem standa upp úr hjá mér í
sumar. Þar ber helst að nefna þriðja sætið í lands-
mótinu í holukeppni og sveitakeppninni og síðan
þegar ég stal sigrinum á Bushnell-mótaröðinni fyrir
framan nefið á félaga mínum Axel Bóassyni. Mestu
vonbrigðin eru sennilega að hafa ekki komist aftur í
landsliðið. Það var einnig mjög súrt að þurfa að tapa
svo naumt í Bikarnum gegn sveitalubbunum.
Í hvaða þætti golfsins bættir þú þig mest í sumar?
Sveiflan mín er orðin mun stöðugri sem veldur því að
dýrkeyptum klaufahöggum hefur fækkað sem er bara
jákvætt. Einnig er ég orðinn mun sterkari andlega
heldur en áður og ég er mikið rólegri og yfirvegaðri á
golfvellinum. Augljós sönnun á því er að engin kylfa hef-
ur beyglast né brotnað hjá mér síðan sumarið 2008.
Hvenær gekk þér best og hvenær verst í sumar?
Í sumar gekk mér verst á mótunum í Vestmanna-
eyjum og Oddi á mótaröðinni þar sem ég var langt
frá því að vera sáttur við mína spilamennsku. Ég
hélt mínu striki og hélt áfram að æfa vel sem
skilaði sér með mjög góðum endi á sumrinu. Frá
öðrum hring í Meistaramótinu og til enda sumars
var ég með meðalskor upp á 71,8 ásamt mjög góðri
spilamennsku í Íslandsmótinu í holukeppni og
Sveitakeppninni.
Hvaða kylfingur kom mest á óvart í sumar?
Að mínu mati kom stórvinur minn hann Björgvin
Smári mér mest á óvart í sumar. Hann
hefur verið að glíma við erfið meiðsli og
ekki getað æft reglulega undanfarin ár. Hann kom
sterkur upp úr meiðslunum og sýndi flotta takta
oft á tíðum í sumar. Einnig var gaman að sjá hinn
unga Ragnar Má Garðarsson spila á 69 höggum á
Urriðavelli á Eimskipsmótaröðinni í sumar.
Hvað var það skrýtnasta sem þú upplifðir eða varst
vitni að á golfvellinum í sumar?
Það virðist vera einhver siðferðisleg skylda hér á Ís-
landi að segja á sumrin að veðrið sé alltaf gott. Allir
voru að tala um hvað það var gott veður síðastliðið
sumar en samt keppti ég alltaf í regnbuxum mót
eftir mót, skrýtið ekki satt? Í því samhengi er gott
að nefna fyrsta dag Meistaramótsins þar sem var
gríðarlega mikið rok. Ég var að vippa inn á 3. flötina
og vippaði næstum ofan í, en áður en ég náði að
merkja boltann fauk boltinn í burtu og næstum út
af flötinni. Næst púttaði Bjarki Freyr félagi minn og
boltinn hans var á leiðinni ofan í þegar allt í einu
kom einhver tryllt vindhviða og feykti boltanum
hans til baka og aftur fyrir Bjarka. Eftir holuna viss-
um við eiginlega ekki hvort við ættum að hlægja
eða gráta.