Golf á Íslandi - 01.12.2010, Qupperneq 54
54 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, sló fyrsta
höggið á nýjum og glæsilegum mini-púttvelli sem
opnaður var um miðjan ágúst í Skemmtigarðinum
í Gufunesi. Völlurinn er allur hinn glæsilegasti og er
m.a. risastórt sjóræningjaskip í miðjum vellinum sem
setur skemmtilegan blæ á völlinn.
Jón Gnarr tók 18 holu hring á vellinum ásamt aðstoð-
armanni sínum, Birni Blöndal. Frammistaða þeirra á
púttvellinum var ekki upp á marga fiska en úr varð að
Jón fagnaði sigri, sló 53 högg og vann með eins höggs
mun. Sjálfur sagði borgarstjórinn eftir hringinn að
hann þyrfti að kynnast boltanum og kylfunni betur
áður en hann færi aftur á völlinn.
„Þetta var mjög skemmtilegt. Það tók mig smá tíma
að kynnast pútternum. Eftir að ég skírði pútterinn
Magnús þá náðust betri tengsl okkar á milli og við
fórum að vinna þetta saman,“ sagði Jón en er golf
eitthvað sem heillar hann? „Ég sé alveg fyrir mér að
leggja golfið fyrir mig í framtíðinni, en þá helst í bún-
ing. Ég var í gallabuxum og það er mjög sjoppulegt.
Maður spilar auðvitað ekki golf í gallabuxum.“
Golfferill Jóns er afar stuttur og hefur hann aldrei
leikið golf nema fyrir framan myndavélarnar. „Ég hef
aldrei spilað alvöru golf en gerði það reyndar örlítið
í myndinni „Maður eins og ég“. Þá átti ég að þykjast
G O L F fréttir
Jón Gnarr vígði
glæsilegan pútt-
völl í Gufunesi
geta eitthvað í golfi. Ég held samt að þetta sé eitthvað
sem maður verður að prófa. Ég ætla ekki að enda eins
og Hasselhoff, alltaf í sandinum. Ég er aldrei í sand-
inum,“ sagði Jón Gnarr eftir að hann vígði glæsilegt
sjóræningjaskip sem stendur í garðinum miðjum og
var skírt í höfuðið á Jóni.
Völlurinn er rekinn af Skemmtigarðinum í Grafarvogi
en skammt frá mini-púttvellinum er stór litboltagarð-
ur sem hefur verið nokkuð vinsæll frá því að hann
opnaði. Nokkur mannfjöldi kom á opnunardagskrána
og var hápunkturinn þegar Jón Gnarr afhjúpaði nafn
sjóræningjaskipsins sem stendur í miðju púttvall-
arins. Það kom borgarstjóranum í opna skjöldu þegar
hann sá að nafn skipsins var nefnt eftir honum sjálf-
um, Gnarr.
Undirritaður hefur verið samningur milli Golf-
klúbbs Oddfellowa (GOF) annars vegar og
Golfklúbbsins Odds (GO) hins vegar um rekstur
golfvallarins í Urriðavatnsdölum.
Með þeim samningi sem nú liggur fyrir milli
golfklúbbanna mun Golfklúbburinn Oddur taka
á leigu golfvelli, mannvirki og lausafé til rekst-
urs svæðisins og jafnframt dregur Oddfellow-
hreyfingin sig alfarið út úr rekstri vallarins.
Þessi áherslubreyting er eðlilegt framhald
af þeirri stefnumótun sem fram hefur farið
undanfarið ár og endurspeglar ákveðinn
vilja félagsmanna um að GO verði almennt
íþróttafélag sem stendur öllum opið, ung-
um sem öldnum. Með þessari breytingu er
aðgangur félagsmanna í GO að Urriðavelli
tryggður til framtíðar.
Vonast er til að þessi breytta tilhögun verði
meðal annars til þess að færa starfsgrundvöll
Golfklúbbsins Odds nær öðrum almennum
golfklúbbum ásamt því að gera alla verkaskipt-
ingu í starfi klúbbsins skýrari.
Á myndinni eru þeir Ingi Þór Hermannsson,
form. GO og Grímur Halldórsson frá GOF.
Oddur og Oddfellow
semja um Urriðavöll