Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 58

Golf á Íslandi - 01.12.2010, Page 58
58 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Hvað segja fRAMKVÆMDASTJÓRARNIR? 1 Hvað fannst þér erfiðast og síðan skemmtilegast í fram­ kvæmdastjórastarfinu í sumar? 2 Hvað stendur upp úr í golfinu á Íslandi á þessu ári? 3 Hver er fallegasta golfhola á Íslandi? 4 Hvar er GSÍ að standa sig og hvar mætti það gera betur? 5 Ef klúbburinn þinn fengi 50 milljónir króna óvæntan fjár­ styrk sem þú þyrftir að eyða strax, hvernig yrði það gert í þínum kúbbi? Garðar Eyland framkvæmdastjóri GR: 2 Golfíþróttin virðist blómstra hér á landi þrátt fyrir hrakspár vegna kreppunnar en hér í Eyjum stendur hæst sú mikla breyting sem varð með til- komu nýrrar siglingaleiðar Herjólfs í Landeyjarhöfn seinni hluta júlímánaðar. Ánægjulega mikil aukning varð á heimsóknum kylfinga sem og annarra gesta hingað til Eyja, sem kom sér vel fjárhagslega fyrir GV enda bætti ágústmánuður upp litlar tekjur fyrri hluta sumarsins. Þá bættist GV í hóp þeirra klúbba sem eru með rástímaskráningu á golf.is Það er tilhlökkunar- efni að sjá hvernig næsta sumar kemur út fyrir GV. Hér í Eyjum er tímatalið fyrir og eftir gos þe (eldgosið 1973) nú bætist við fyrir og eftir Landeyjarhöfn. 3 Veit ekki hef nánast ekkert spilað golf eftir að ég hóf störf hjá GV árið 2001. En golfvellir hér á landi eru flestir mjög fallegir, náttúra landsins fær yfirleitt að njóta sín. 4 Ætli það verði ekki að segjast að GSÍ stendur sig nokkuð vel yfir heildina, auðvitað hefur kreppan þrengt að sambandinu, menn eru að gera sitt besta, áherslan góð á kynningar og útbreiðslumál og starfs- fólk ætíð tilbúið að aðstoða ef leitað er til þeirra. Verð að nefna vefinn golf.is sem hefur slitið barnsskónum og er orðinn nokkuð góður. 5 Fyrsta verkefnið yrði að greiða niður skuldir, farið yrði í stækkun á teigum og flötum. Og eitt- hvað sett í barna- og unglingastarf klúbbsins. Elsa Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri GV G O L F viðtalið 1 Þetta hefur verið gott sumar en það er ávallt erfitt að láta leikmenn fylgja settum reglum. 2 Mikil ásókn, gott veður, langt golftímabil, almenn ánægja félaga. 3 Fimmtánda brautin í Grafarholti og Bergvík- in í Leiru. 4 Miðað við ástandið í þjóðfélaginu er GSÍ að standa sig nokkuð vel að mínu mati, þeir eru að betrumbæta bókunarkerfið sem hefur ver- ið í framför síðustu tvö ár. 5 Við færum væntanlega í að jafna brautir í Grafarholti og gera Holtið enn betra en það er í dag. 1 Öskufallið sem kom yfir golfvöllinn frá eld- gosinu í Eyjafjallajökli um miðjan maí sl. hafði mikil áhrif á starfsemi GV bæði hvað útgjöld og tekjur varðar. Golfvöllur Eyjamanna er yfirleitt kominn í fínt ástand um mánaðamót apríl-maí og helstu tekjumán- uðir okkar hafa verið maí-júlí. En í ár raskaði öskufallið mótahaldi GV og vegna ösku í háloftunum var mikil röskun á flugi og því mun færri heimsóknir kylfinga af fastalandinu. Mikill kostnaður féll til vegna vinnu við hreinsun vallar og viðhald-og viðgerðir tækja. Öskugolf hafði áhrif í Eyjum.

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.